Skírnir - 01.01.1949, Page 91
Skímir
St. Nikulás og dýrkun hans
85
helgaðar þessum dýrlingi. Til er enn í dag íslenzkur máls-
háttur: „Það er ekki hér, sem úti í Bár“, þegar getið er um
eitthvað, sem ekki má bera saman við eitthvað annað dýrð-
legt en langt í burtu. — Aðrir nota þó málsháttinn: „Það
er úti í Bár“ um eitthvað, sem maður hefur ekki við höndina,
og þannig er hann notaður af Árna Magnússyni, og einnig:
„Það er ekki mér í hendi, sem úti er í Bár11.1)
Það er til merkileg saga, sem sýnir, hvað trúin á St. Nikulás
hefur haldið sér sumstaðar hjá alþýðu okkar, eftir siðaskiptin,
og það fram á daga núlifandi manna. Hana segir Matthías
Jochumsson í „Sögukaflar af sjálfum mér“, bls. 320 o. áfr.
Hann lét byggja um kirkjuna í Odda árið 1884, þegar hann
var sóknarprestur þar.
Á miðöldunum hafði verið mikið höfðingjasetur í Odda,
eins og kunnugt er, og kirkjan þar vígð St. Nikulási, líklega
reist af Loðmundi Svartssyni, afa Sæmundar fróða.2) Kirkj-
an á rekafjöru, og það er trú manna, að St. Nikulás sendi
kirkju sinni nógan við, þá er eitthvað þurfi að gera við hana
eða byggja hana um. Nú stóð svo á, er kirkjubygging Síra
Matthíasar stóð yfir, að viður sá, er kom frá Noregi til smíð-
arinnar, reyndist ónógur, og einkum vantaði bjálka í turn-
inn. Meðhjálpari Síra Matthíasar reyndi að hughreysta hann,
— sá heilagi biskup Nikulás myndi ekki bregðast kirkju sinni.
Síra Matthías reyndi að fá bjálka hjá góðum vini sínum, sem
hann bjóst við að gæti hjálpað sér, en sú von brást. En á
heimleiðinni frá honum heyrði hann mikið kall á eftir sér.
Það var sendimaður, sem bar þá frétt, að á Oddafjöru væri
rekið mikið tré, og reyndist það nægilegt í tumbjálkana. St.
Nikulás hafði munað eftir kirkjunni sinni.
5.
Sem viðbætir við þessa ritgerð er settur listi yfir íslenzkar
kirkjur helgaðar St. Nikulási eða þær, sem sérstök ölturu
1) Ame Magnussons Private Breweksling, bls. 231; Finnur Jóns-
son, Isl. málsháttasafn, bls. 10.
2) Vigfús Guðmundsson: Saga Oddastaðar, bls. 196 o. áfr.
6