Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 92
Skímir
86 Sigfús Blöndal
eða guðsþjónustur hafa honum til heiðurs, og er þar getið
heimilda.
Ekki er getið um sérstök félög til að dýrka St. Nikulás á Is-
landi eins og í mörgum öðrum löndum (St. Nikulásargildi),
en þó finnst einn vottur um það, að íslenzkir kennimenn hafi
staðið í sambandi við þess konar félög erlendis. Það er afláts-
bréf Ölafs Rögnvaldssonar Hólabiskups frá 30. desember 1482
(D. I. VI, 457), gefið út handa Nikulásargildinu („gildis-
bræðrum“) í Austursyn í Harðangri í Noregi. Én þó menn
þekki ekki nú á dögum neitt íslenzkt Nikulásargildi, og það
hafi ef til vill aldrei verið stofnað á fslandi, þá er samt víst,
að til hafa verið dýrlingagildi á íslandi, eins og sjá má af
Sturlungu, sem nefnir Ólafsgildi, og eins virðist Matteusar-
gildi hafa verið til þar og ef til vill fleiri gildi.1) Og það er
engan veginn óhugsanlegt, að íslenzkir klerkar og pílagrím-
ar, fleiri en Ólafur biskup, hafi staðið í sambandi við þess
konar félög erlendis. Það er einmitt líklegt, að biskupar okk-
ar og ábótar íslenskra klaustra og abbadísir, sem áttu stund-
um sérstök Kristbú gefin St. Nikulási til heiðurs, eins og t. d.
Kirkjubæjarklaustur, hafi stutt íslenzka pílagríma til Suður-
landa, einkum ferðir til Bárar, í sambandi við þess konar fé-
lög erlendis.
Þau eru víða til enn í kaþólskum löndum.
St. Nikulás er þann dag í dag dýrkaður bæði í rómversk-
kaþólskum og grísk-kaþólskum löndum af ýmiss konar félög-
um og starfsmönnum. Fyrst og fremst er hann, eins og áður
er getið, verndardýrlingur sjómanna, ferðamanna, ennfremur
eldri og yngri námsmanna, munka og klerka, ungra meyja
og sængurkvenna, barna (einkum veikra barna), dómara,
bandingja og sakborinna manna, bankamanna og veðlána-
manna, skraddara, skósmiða, litara, námamanna, bakara o. fl.,
o. fl. Hann hefur líka verið kjörinn verndardýrlingur háskól-
ans í París. Það eru góðar og gildar ástæður fyrir öllu þessu;
í helgisögunum um St. Nikulás má finna getið um ýms aðal-
1) Sturlunga, Þorg. s. og Hafliða, kap. 10 (Ólafsgildi á Reykhólum);
Prestssaga Guðmundar góða, kap. 7 (gildi á Þingeyrum); Sturlu saga,
kap. 4 (gildisbræður í Hvammi á Matteusarmessu).