Skírnir - 01.01.1949, Side 101
Skímir
St. Nikulás og dýrkun hans
95
59.
60.
Nafn staðarins 1. 2. 3. 4. 5. 6.
aðrir Jakob postuli, Nikulás, Þorlákur, María Magðalena og Agnes. (Sbr. D.I. II, 64 og IV, 113, þar er aðeins getið um
um Mariu mey og Þorlák) Þóroddsstáður, sjá Staður í Kinn. Þönglabakki. Auðunarmáldagi. Kirkj- an er helguð Pétri postula, Andrési, Ólafi, Magnúsi og Nikulási „og heitir Ólafskirkja" (D.I. II, 443), og það er hún líka kölluð í máldaga Ólafs bisk- 1220 1
ups Rögnvaldssonar frá 1461 Ærlækur í öxarfirði. Skrá um eignir 1318 1
kirkju þar frá 1504 segir, að Guð- milli
mundur biskup góði hafi vígt þar 1208
kirkju helgaða Lárentíusi og Nikulási °g
(D.I. VII, 739; sbr. D.I. X, 591, 755). 1229 1
7.
17
47
39
Getið er um gjafir til St. Nikulásar, án þess alltaf sé nefnt hverri
Nikulásarkirkju gjöfin sé ætluð. Þannig er til bréf frá ögmundi Páls-
syni Skálholtsbiskupi, dagsett í Viðey 18. okt. 1522, sem skýrir frá því,
að Sira Helgi Jónsson gefur kirkjunni í Skálholti og St. Þorláki og hin-
um heilaga Nikulási jörðina Hvamm í Norðurárdal og þar með jarð-
irnar Galtahöfða og Sanddalstungu (D.I. IX, 116 o. áfr.), og 5. jan. 1524
gefur Helgi Gislason í Haga St. Nikulási tilkall sitt til Drápskerja (D.I.
IX, 252); þar sem Nikulásarkirkja var til í Haga, má telja sjálfsagt,
að sú kirkja hafi fengið gjöfina. Kristbú í Dalbæ í Landbroti með landi
í Hraungerði og öðrum iskyldum er gefið „Guði ok helgum Nichulao
biskupi". Er þetta skjal gefið út um 1150, og er Guðini hinn góði tal-
inn gefandinn. Kristbú þetta telur Jón Sigurðsson hafa verið í Dalbæ
eystra, og mun Kirkjubæjarklaustur hafa fengið tekjurnar. Sjá um þetta
D.I. I, 194 o. áfr.
Þá má nefna Staðarholt í Þingeyjarsýslu, nálægt Þóroddsstað (Stað
í Kinn). Þar er í D.I. II, 4, landamerkjaskrá frá 1263, sagt, „að meðal
ítaka í Garðsland sé hríshögg úr Kinn til Nikuláskirkju í Staðarholt1'.
Liggur næst að skilja þetta svo, að í Staðarholti hafi verið Nikulás-
kirkja, en hún er annars hvergi nefnd. Líklega er þetta svo að skilja,
að viðurinn hafi verið fluttur til Staðarholts, en samkvæmt máldaga kirkj-
unnar á Stað í Kinn (Þóroddsstað) (D.I. II, 436) frá 1318 hafði síra
Sturla prestur þar gefið kirkjunni meðal annars fjóra XII feðminga
viðar í Staðarholt frá Öfeigsfelli til Mjósyndis, og má ætla, að hrísið
frá Kinn sé talið með í þessu í áðurnefndu skjali frá 1263, — 12 feðm-
inga viðirnir eru þá horfnir, líklega skógurinn eyddur svo mikið, að þá
hefur aðeins verið um hris að ræða.