Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 104
HANS KUHN:
KAPPAR OG BERSERKIR.
I.
Fyrir 2000 árum, þegar Rómverjar náðu yfirráðum í vest-
urhluta Norðurálfu og urðu nágrannar germönsku þjóðanna,
sem höfðu sótt lengst vestur og suður á hóginn, var þroski
og menning Germana ennþá á fremur lágu stigi. Á næstu
500 árum, meðan ríki og menning Rómverja stóð með mest-
um blóma, áttu hinar ungu, en efnilegu og námfúsu þjóðir
Germana hin margbrotnustu viðskipti við Rómverja, bæði í
mörgum af skattlöndunum og á Ítalíu og í Rómaborg sjálfri,
og notuðu þeir eftir beztu föngum tækifærið til að kynnast
rómverskri menningu og taka upp það, sem þeim þótti þess
vert. Hnignun Rómverja og uppgangur Germana fylgdust að
og stóðu í nánu sambandi. Germanar urðu yfirsterkari, lögðu
undir sig allan vesturhluta rómverska ríkisins og urðu arf-
takar að menningu Rómverja.
Flestar germanskar þjóðir, sem setzt höfðu að innan tak-
marka rómverska ríkisins, blönduðust þeim, sem fyrir voru,
tóku upp flesta lifnaðarhætti þeirra og glötuðu móðurmáli sínu.
En þær germönsku þjóðir, sem bjuggu í hinum gömlu heima-
högum sínum eða nærri þeim og héldu þjóðerni sínu, hafa
þó líka orðið fyrir römmum áhrifum frá menningu Róm-
verja, mest þær, sem bjuggu syðst og vestast á Þýzkalandi,
en því minna sem lengra dregur norður og austur. Allmikil
áhrif náðu þó allt á yztu kjálka þeirra landa, sem Germanar
áttu. Engin byggð þeirra slapp við þau, ekki heldur Island,
þó að það hafi þá legið ófundið og ónumið enn í margar
aldir.
Vitaskuld voru þeir þjóðflokkar, sem áttu heima á Þýzka-