Skírnir - 01.01.1949, Page 105
Skírnir
Kappar og berserkir
99
landi, í flestu milliliðir milli Rómverja og Norðurlandabúa.
En það er alls ekki víst, hvort þeir voru það í öllu. Það var
hægt að sneiða framhjá Þýzkalandi bæði að vestan og aust-
an, frá Frakklandi og Rínarmynni sjóleið um Norðursjóinn
og frá Svartahafslöndum og Ralkanskaga landleið til Eystra-
salts. Það er þó erfitt að sjá, hvaða áhrif muni hafa borizt
aðra hvora þessara leiða. Það er ekki nóg til sönnunar, að
einhverra áhrifa verði vart aðeins á Norðurlöndum. Því að
margt, sem þar hefur haldizt lengi, hefði einnig getað verið
til á meginlandinu, en því verið skolað þar burt svo snemma
á öldum, að engar sögur fari af því. Það er allra helzt forn-
fræðin, sem getur leyst úr slíkum vafamálum. Hún sannar
til dæmis, að eyririnn hefur náð til Norðurlanda um norð-
vesturhluta Þýzkalands, þó að orðið eyrir virðist hvergi hafa
verið til nema í Norðurlandamálum. Það er komið úr latínu.
Þar hét það aureus og merkti „gullinn“, sama og gyllinið
hollenzka.
Ríki Rómverja hafði áhrif á Germana á flestum menn-
ingarsviðum, en þó mjög mismikil, sum langæ, sum skammæ.
Meðal þess, sem hélzt aðeins stutta stund, voru ýmsar nýj-
ungar á sviði herskipunar. Þegar rómversku herirnir voru
úr sögunni, var sigurvegurunum lítil þörf á að halda uppi
skipulagi þeirra, aga, þjálfun og hernaðarlist. Enda var þetta
að litlu leyti við hæfi Germana og þeir þá enn varla til
þess færir að halda því.
Hins vegar gat ekki farið hjá því. að Germanar næmu og
tækju upp margt úr skipum rómversku herjanna, meðan
þessir herir voru til. 1 styrjöldum reynir hver aðili að gera
sér sem mest úr öllu því, sem reynist eða virðist vera betra
í skipun óvinahersins. En germanskir flokkar börðust ekki
aðeins um 6 alda skeið við rómverska heri, heldur einnig
margsinnis með þeim, í bandalagi við þá. Þeir voru þá reynd-
ar undir forustu foringja sinna, en þó undir yfirstjórn róm-
verskra hershöfðingja, og áttu sífellt kost á því að kynna
sér allt, sem þeim þótti nokkru máli skipta, í herbúðmn
bandamanna sinna. 1 þriðja lagi voru germanskir hermenn
öldum saman í sjálfum herdeildum Rómverja, og það svo