Skírnir - 01.01.1949, Side 106
100
Hans Kuhn
Skímir
að mörgum þúsundum skipti. Einkanlega voru það fyrst og
fremst Germanar, sem skipuðu lífvörð og hirðsveitir keisar-
anna sjálfra. Margir þeirra náðu þar foringjastöðum, sumir
urðu jafnvel hershöfðingjar og yfirhershöfðingjar. Mál allra
þessara manna hlýtur að hafa verið mjög hlandað, og ýmis-
legt af rómverskum hugtökum og orðum hljóta þeir líka að
hafa haft heim með sér í átthaga sína. En af öllu þessu gat
aðeins lítið eitt varðveitzt til seinni alda. Þau orð af þessu
tæi, sem hægt er að tína saman úr gömlum germönskum
heimildum, hafa næstum öll á einhvern hátt færzt yfir á
önnur svið og merkja ekki hið sama og í öndverðu. Flest
þeirra eru því torþekkt.
Mér datt í hug að taka hér til athugunar eitt atriði, þar
sem hægt er að rekja öflug rómversk áhrif, sem standa í
sambandi við skipun hersins, til allra germanskra þjóða og
langt fram eftir öldum. Þau koma fram á margvíslegan og
merkilegan hátt, og það ekki sízt hér á íslandi.
Meðal þeirra leika, sem voru hafðir til að skemmta múgn-
um í Rómaborg og öðrum borgum rikisins, voru í fremstu
röð einvígi þeirra manna, sem kallaðir voru gladíatorar. Þeir
skylmdust stundum í leik, en oftast var þó um lífið að tefla.
Mönmun af öllum stéttum og keisurunum sjálfum, og kon-
um ekki síður en körlum, þótti sérstaklega mikið til þess
koma að horfa á þessi víg, sem okkur mundi standa hinn
mesti hrollur af. Það litur út sem mönnum hafi þarna þótt
varla nokkur skemmtun vera meiri en þjáningar annarra
manna. Gladíatorarnir voru flestir neyddir, harðir og pínd-
ir til þessara blóðugu leika. Þeir voru annaðhvort þrælar,
herfangar eða glæpamenn, en þó voru þar líka allmargir,
sem gáfu sig til þess af frjálsum vilja, meðal þeirra menn
af æðstu stéttum. Þeir voru haldnir við ógurlega strangan
aga — á því var víst ekki vanþörf —, einskis virtir, og þó
um leið, svo framarlega sem þeir börðust vel, hylltir af al-
þýðunni meira en nokkrir aðrir menn. Þeir sem voru svo
harðfengir og heppnir að lifa af, öðluðust fullt frelsi eftir
5 ár. En allur þorri gladíatora má segja að hafi verið dauða-
dæmdur. Barizt var oftast í einvígum, en þó stundum sveit