Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 107
Skímir
Kappar og berserkir
101
móti sveit. Helztu vopnin voru sverð, og er þaðan dregið
nafnið gladíator, — sverð heitir á latínu gladius —. 1 fyrst-
unni voru ekki sýnd nema fáein einvígi og það sjaldan, að-
eins í sambandi við erfidrykkjur og á kostnað einstakra
manna. En seinna fjölgaði sýningunum, yfirvöldin tóku að
sér að kosta þær, og tala þeirra, sem urðu að drepa hver
annan, óx gífurlega. Árið 80 eftir Krists burð var vígður
í Rómaborg leikvöllur eða réttara sagt hringleikhús, sem
þó var þaklaust, og rúmaði það 40—45000 áhorfendur. Það
var haft eingöngu til gladíatoravíga og ats villidýra og seinna
kallað Kolosseum. Gladíatoraleikar lögðust niður í Rómaborg
í byrjun 5. aldar eftir Krist, en héldust víða annars staðar
lengur. Fjölmargar aðrar borgir rikisins, bæði stórar og smá-
ar, höfðu farið eftir dæmi höfuðstaðarins, byggt hringleik-
hús og stofnað til gladíatoraleika. Meðal þeirra voru nokkr-
ar borgir í Rínarlöndum, sem Germanar lögðu undir sig
að öllu, áður en leikirnir voru lagðir niður.
Mörg þúsund Germana hljóta að hafa kynnzt þessum víg-
um í Rínarlöndum, Rómaborg og einnig annars staðar, flest-
ir sem áhorfendur, en þó líka sem gladíatorar. Oft hafa ger-
manskir herfangar verið til þess dæmdir.
Gladíatoramir vom æfðir í sérstökum skólum víða um
landið. Þeir, sem voru fullþjálfaðir, vora þó ekki hafðir til
einvíga einna. Um langt skeið hafa margir höfðingjar og
ríkismenn átt sveit gladíatora í stað lífvarðar, og í innan-
landsstyrjöldum vom þeir oft teknir í herinn sjálfan. Hins
vegar vora seinna meir, ef rétt er frá hermt, látnir berjast
allt að 10.000 gladíatorar í einni einustu sýningu, sem gat
staðið yfir heilan mánuð eða lengur. Því má nærri geta,
að það var mikill sægur af mönnum, sem þjálfaðir hafa
verið í þessmn skólnm.
Við eigum engar heimildir um það, hvað orðið hefur af
ölliun skylmingaskólum, sem til vom — og hafa væntan-
lega skipt hundruðum — og þeim þúsundum manna, sem
þar voru haldnir, þegar keisaramir bönnuðu gladíatoraleik-
ana. Það er helzt saga eins einasta orðs, sem gefur bendingu
um þetta.
7'