Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 108
102
Hans Kuhn
Skírnir
1 byrjun 7. aldar samdi spánskur höfundur, Isidor biskup
í Sevilla, merkilega alfræðibók. Hann vissi þá enn furðulega
mikið um gladíatorana og segir meðal annars, að þeir hafi
þá verið kallaðir campiones (í eintölu campio). Þetta orð
er myndað af campus, sem merkir völlur. Svo höfðu verið
kallaðir meðal annars æfinga- og leikvellir gladíatora. Bæði
orðin, campio og campus, eru síðan höfð á óteljandi stöðum
í latneskum heimildum gegnum allar miðaldir og enn leng-
ur, þar sem sagt er frá einvígum. Campio er einvígismað-
urinn, campus í fyrstunni staðurinn, þar sem einvígin voru
háð, hinn haslaði völlur eða hólmurinn, sem hér á íslandi
var kallað, en seinna einvígið sjálft, hólmgangan.
Þessi orð voru snemma tekin upp í germönsku tungurn-
ar. Þau breyttust þar eftir því sem tungurnar breyttust. I
háþýzku urðu þau að kempfe og kampf, í lágþýzku kempe
og kamp og líkt í fornensku, en í norrænu kappi og kapp.
Orðið kappi ætla eg að nota hér einnig þar, sem eg á við
latneska, þýzka og enska orðið, sem samsvarar því. Þó mætti
í þess stað vel nota orðið kempa, sem er hið sama, en tekið
upp seinna úr lágþýzku eða ensku.
Þar sem þetta orð kemur í fyrsta sinni fram í germanskri
tungu, í enskum orðaskrám, sem skrifaðar voru um 700, þar
er það þýðing á gladiator. Þar sést það aftur glöggt, að gladía-
torar og kappar voru nátengdir. En hlutverk kappanna var
auðvitað annað en gladíatoranna áður fyrr. Þeir voru ekki
látnir drepa hver annan, skrílnum til skemmtunar. Samt
voru þeir einvígismenn eins og hinir. Flestir þeirra hafa
haft þetta að atvinnu. Hjá mörgum þjóðum á meginlandi
Evrópu voru um allar miðaldir og langt fram eftir einvígi
leyfð eða jafnvel löghoðin í réttarhöldum. Þau voru lengst af
talin guðsdómur. Menn litu svo á, að Guð gæfi þeim sigur,
sem ætti betri málstaðinn. I fyrstunni voru einvígi sjaldan
notuð í þessu skyni, og hver aðili varð þá að herjast sjálfur.
En smátt og smátt urðu þau helzta sönnunargagn í málaferl-
um, og þá urðu menn að sjá fyrir, að þeim, sem gátu ekki
barizt eða máttu það ekki, konum, ómögum og klerkum, væru
fengnir menn, sem börðust í þeirra stað. Þeir, sem tóku þetta