Skírnir - 01.01.1949, Síða 110
104
Hans Kuhn
Skímir
að láta tvo menn berjast í einvígi, hvorn úr sínum her. Til
þess voru sjálfsagt kjörnir hinir beztu vígamenn. Þeir voru
þá forvígismenn hersins eða þjóðarinnar og einnig kallaðir
kappar. Sama hefur að líkindum verið um aðra menn, er voru
kjörnir eða ráðnir til einhverra stórvirkja. 1 þýzkum heim-
ildum er slíkra kappa sjaldan getið. f Þýzkalandi har þegar
snemma svo mikið á þeim köppum, sem hafðir voru til ein-
víga í málaferlum og taldir illþýði, að menn vöruðust að
kalla mikilsmetna forvígismenn og hetjur sama nafni. Þó
kemur það fyrir, að menn, sem hörðust fyrir trú sína, Guð
og Krist eða kirkjuna, eru kallaðir GuSs kappar, Krists kapp-
ar og þvi um líkt. En þýzku hetjukvæðin nefna kappana
aldrei á nafn. Þó fjalla sum þeirra um hetjur, sem voru
kjömir forvígismenn og hljóta einhvem tíma að hafa verið
kallaðir kappar. Þetta á einkanlega við Hildibrand. Hin ís-
lenzka heimild rnn hann, Ásmundar saga kappahana, kallar
hann Húnakappa. Elzta þýzka hetjukvæðið, sem hefur varð-
veitzt, segir frá einvígi hans við sinn eigin son. Báðir feðg-
arnir eru forvígismenn síns hers, og Hildibrandur segist oft
hafa verið kjörinn til kappa. En skáldið orðar það öðmvísi
og segir, að hann hafi verið ,skoraður í fólk skjótanda‘, en
feðgana, sem mætast til einvígis milli herjanna, kallar kvæð-
ið örheita. Hér koma fram 2 önnur heiti, sem hafa verið not-
uð í staðinn fyrir orðið kappi og einnig komið hingað norður,
skjótandi og örheiti. Orðið örheiti merkir líklega þann, sem
skorar á hólm. Skjótendur munu í fyrstunni hafa verið sér-
stakur flokkur meðal kappanna. Það hafa líka verið til gladía-
torar, sem skutust á spjótum.
f Englandi vom ekki til kappar af lágri stétt. Þar tala skáld-
in oft um kappa, en nefna þó líka örheita og skjótendur.
Beowulfskvæðið, sem mun vera ort á 8. öld eða fyr og er,
næst Eddukvæðum, ein merkilegasta heimild um fornger-
manska menningu, gefur ýmislegar upplýsingar um þessa
menn. Beowulf sjálfur, aðalhetjan, er talinn kappi og sagt,
að hann hafi kosið 14 kappa til ferðar með sér, þegar hann
fór til liðs við Hróar Danakonung. Hann er þó ekki kallaður
kappi nema meðan hann var ungur. Hugmyndin, að kappar