Skírnir - 01.01.1949, Page 111
Skímir
Kappar og berserkir
105
væru eingöngu imgir menn, kemur á enn fleiri stöðrnn fram.
Á öðrum stað segir, að Beowulf hafi drepið franskan kappa
fyrir framan herinn. Það er líkt og einvigi Hildihrands og
sonar hans eftir þýzka kvæðinu. Einn kappi Beowulfs er
kallaður gyrtur. Á þessu má sjá, að þessir kjörnu forvígis-
menn voru í ætt við gyrtu kappana, sem nefndir eru í elztu
þýzku lögunum, og mn leið við gladíatorana.
1 Beowulfskvæði er ennfremur nefnt fjórða kappaheitið.
Það er freki. Þar segir á einum stað, að þar sem Beowulf
varði aðsetur Danakonungs fyrir óvættunum, þurfti konung-
urinn ekki að kaupa annan verri „vígfreka“ meðal Gefða,
Dana og Svía. Af þessu má leiða, að freka mátti kaupa eða
leigja líkt og kappana á meginlandinu, sem höfðu þá atvinnu
að berjast í einvígum fyrir vandalausa menn. Orðið freki
hlýtur að hafa verið myndað í slíku umhverfi, því að höfð-
ingjar og hetjur eru í fornum kveðskap Germana hvergi
taldir vera frekir. Meðan Beowulf var í hirð Danakonungs,
Skjöldungsins, er hann líka kallaður freki Skjöldunga, þó að
hann væri gauzkur. Þetta sýnir, eins og líka kemur fram í
Ásmundar sögu, að kenna mátti kappa og freka við þá þjóð,
sem þeir börðust fyrir, þó að þeir væru sjálfir af annarri
þjóð.
Síðan kappi Englandskonungs bauðst til þess í síðasta sinn
að skora á hólm alla óvini hins nýkrýnda konungs, við krýn-
ingu Georgs IV. 1820, eru hvergi til kappar í gömlum skiln-
ingi. En orðið hefur þó ekki glatazt. I nærri öllum germönsk-
um og rómönskum tungum eru miklir vígamenn eða atorku-
menn ennþá kallaðir kappar. Þetta sannar öllu betur, að um
þessa einvígismenn hefur farið svipað og um fyrirrennara
þeira í Róm, gladíatorana, að þeir voru víðast hvar vel virt-
ir, og einnig þar, sem lögin töldu þá illþýði og hverjum
dræpa. I þýzku er orðið Kampf, sem var tekið upp úr lat-
ínu og merkti í fyrstunni leikvöll og einvígisvöll og síðan
um margar aldir einvígi, orðið hið algengasta orð í merking-
unni bardagi og barátta.