Skírnir - 01.01.1949, Side 112
106
Hans Kuhn
Skírnir
II.
Sama orð og Kampf í þýzku er í norrænu kapp. Orðið fékk
snemma þær merkingar, sem það hefur í íslenzku enn í dag,
en merkir í sumum gömlum kvæðum þó líka einvígi eða
hardaga, eins og í þýzku.
Þó að engin önnur gögn væru til, mundi upptaka orðanna
kapp og kappi vera nóg til þess að sanna, að einhver áhrif
frá gladíatorum og skólum þeirra hafi líka náð til Norður-
landa og allt hingað til íslands. En það er til margt annað
því til sönnunar en orðin tóm. Það eru fjölbreyttar heim-
ildir og sumar merkilegar, og þær eru langflestar íslenzkar.
Það fer hér eins og á mörgum öðrum sviðum germanskrar
menningar, að íslenzk fornrit varðveita ýmsar furðugamlar
minningar, varpa björtu ljósi á sumt, sem annars er óljóst,
fylla þar í skörð og styðja ýmislegt, sem enga vissu er hægt
að fá fyrir í öðrum heimildum.
Fyrst skal nefna til þess söguna af Ásmundi kappabana.
Nafnið segir þegar, að hún er um kappa. Sagan er ung, en
fer með sérlega gamalt efni. Það hefur þó orðið fyrir illri
meðferð og afbökun. Undirstaðan er saga af sama Hildi-
brandi, sem elzta þýzka hetjukvæðið segir, að hafi oft verið
kjörinn í flokk skjótanda og barizt í einvígi við son sinn.
Að það er sami kappinn, kemur bezt fram í nokkrum vísum
í niðurlagi sögunnar, sem eru miklu eldri en sagan sjálf.
Hildibrandur er þar kallaður Húnakappi. Það gerir sagan
reyndar líka, en hún segir, að hann hafi verið sonarsonur
Húnakonungs. Þetta er ungur uppspuni. I annarri vísu er
Ásmundur, hálfbróðir Hildibrands og banamaður hans, lát-
inn segja:
Þá er mik til kappa
kuru Húnmegir
átta sinnum
fjrrir jöfurs ríki.
Það er Hildibrandur, sem á þessi orð með réttu. Ásmundur
var ekki með köppiun Húna. Það er öðru nær. Hann varð
bani þeirra allra og heitir því kappabani. Sagan segir, að