Skírnir - 01.01.1949, Side 113
Skírnír
Kappar og berserkír
107
Hildibrandur, sem var kappi sjálfur, hafi um leið ráðið fyr-
ir flokki annarra kappa, alveg eins og kappinn Beowulf eftir
forna enska kvæðinu. Beowulf, sem var gauzkur, er talinn
freki Skjöldunga þeirra, er hann barðist fyrir. Svipað er um
viðurnefni Hildibrands, Húna kappi. Hann hefur ekki verið
húnskur. Ásmundar saga kallar kappana, sem Hildihrandur
réð fyrir, þó líka berserki. Hún gerir engan annan greinar-
mun á köppum og berserkjum en svo, að hún eignar þess-
um mönnum grenjun og ofsalæti aðeins þar, sem hún kallar
þá berserki.
Víðast hvar, þar sem getið er kappa í fornum íslenzkum
heimildum, er ekki langt að leita til berserkja. Því skal nú
fyrst víkja nokkuð til þeirra. Orðið berserkur merkir að mest-
imi líkindum: sá sem er á berum serk, það er brynjulaus,
svo sem Snorri segir, að berserkir hafi verið. Nafnið mun
vera skylt orði, sem haft er um kappa í gömlum frísneskum
lögum. Þeir eru þar oft kallaðir berskins. Þetta orð var auð-
sjáanlega úrelt, þegar lögin voru skráð, og getur verið af-
bakað. Það virðist merkja: sá sem er með ber læri. Hvaðan
sem bæði orðin, berserkur og berskins, eru komin, segja þau,
að þessir menn báru fyrirskipaðan búning, alveg eins og kapp-
amir annars staðar og gladíatorar. Að berserkimir vom hlýrra
klæddir en hinir, sem áttu heima í heitari löndum, er eðlilegt.
Næst verður að reyna að víkka hugmynd okkar um ber-
serkina, og er þá mest að sækja til Islendinga sagna. Þar er
oft talað um berserki. Þeir em mestu ofbeldismenn og víga-
menn, fara um sveitir, einn eða fleiri saman, og kúga af
mönnum allt, sem þeir girnast, helzt þó konur og meyjar.
Þeir skora á hólm þá menn, sem ekki vilja láta af hendi
það sem berserkimar krefjast. í hólmgöngum deyfa þeir
vopn manna með gjörningum, en á marga þeirra bíta engin
járn. Oft kemur á þá berserksgangur. Þá grenja þeir og
emja, em ólmir sem hundar, vaða eld og bíta í skjöldinn.
Fæstir menn þora að berjast við þá.
En hetjur íslendinga sagna, sem em á ferðum úti í lönd-
um, þora það. Frásagnir um slíkar viðureignir eru flestar
nauðalíkar. fslendingurinn kemur að, þegar mest ríður á,