Skírnir - 01.01.1949, Síða 114
108
Hans Kulin
Skímir
gengur á hólminn og drepur berserkinn. Sjaldan er sagt frá
berserkjum, sem hafi komið til fslands. Sögulegir munu helzt
vera þeir Halli og Leiknir, sem Eyrbyggja og Heiðarvíga saga
segja, að Vermundur hinn mjói Þorgrímsson hafi fengið að
gjöf hjá Hákoni Hlaðajarli Sigurðarsyni. Þegar Vermundur
sá, að hann réð htið við þá, gaf hann þá Víga-Styr hróður
sínum, en hann drap þá síðan í baði. Við þá mun vera kennt
Berserkjahraun. Þar bjó Víga-Styr.
Vant er að sjá, hve mikill fótur er fyrir þessum frásögn-
um af viðskiptum íslenzkra manna við berserki. Ég held þó,
að varla megi efast um, að eitthvert þvílíkt illþýði hafi ver-
ið að flakka um Norðurlönd á víkirgaöld. Þessum berserkj-
um svipar mikið til kappanna, eins og þeir voru þá víða á
meginlandi Norðurálfu. Báðir voru hólmgöngumenn af lág-
um stigum og taldir réttdræpir. Af gömlum þýzkum lögum
má auk þess sjá, að menn treystu köppunum ekki síður en
berserkjunum til þess að deyfa vopn.
En með þessu er sagan ekki sögð öll. Það hefur einnig ver-
ið til önnur, geðfelldari hugmynd rnn berserki, sem er lítið
frábrugðin hugmyndinni um kappana, eins og hún kemur
fram í fornritunum. f íslendinga sögunum bólar aðeins lít-
ið á henni. Þó eru miklir áræðismenn þar ekki aðeins kall-
aðir miklir kappar, heldur líka stundum miklir berserkir,
þó að þeir væru af góðum ættum og ættu ekkert skylt við
hina berserkina. Sumar þessara sagna nefna líka berserki
Haralds konungs hárfagra, sem voru úrvalslið hans.
Haraldskvæði Þórbjarnar hornklofa, sem ort var á Har-
alds dögum, nefnir auk einhverra annarra íþróttamanna,
skálda og leikara enga aðra menn í þjónustu konungsins en
berserki. Skáldið kallar þá líka úlfheðna. Þeir eru að vísu
sagðir grenja og emja, en virðast þó hafa verið helzta sveit-
in í hirðinni. Valkyrjan spyr:
At berserkja reiðu vil ek þik spyrja,
bergir hræsœvar.
Hversu er fengit,
þeim er í fólk vaða,
vigþjörfum verum?