Skírnir - 01.01.1949, Síða 115
Skírnir
Kappar og berserkir
109
Hrafninn svarar henni:
Úlfheðnar heita,
þeir er í orrustu
blóðgar randir bera.
Vigrar rjóða,
þá er til vígs koma.
Þeim er þar sisst saman.
Árasðismönnum einum
hygg ek þar undir felisk
skyli sá inn skilvísi,
þeim er í skjöld höggva.
Það getur verið þessum vísum að þakka, að menn létu
berserkina hér hafa það, sem þeir eiga. En á öðrum stað,
þar sem frægum konungi var eignuð berserkjasveit, settu
menn á seinni öldum kappa í staðinn. Snorri Sturluson kall-
ar frægustu hirðmenn Hrólfs konungs kraka berserki. En
saga þessa konungs, sem er yngri, kallar sömu 12 mennina
kappa. Hún eignar Hrólfi engu að síður 12 berserki, og eins
óvini hans, Aðilsi Svíakonungi, en gerir þá að ofstopa- og ill-
gerðarmönnum, sem engin dáð er í.
f fyrstu vísum Bjarkamála hinna fornu eru nafngreindir
2 menn úr liði Hrólfs kraka, sem eru annars ókunnugir: Hár
hinn harðgreipi og Hrólfr skjótandi. Viðurnefni beggja eru
einstæð. Orðið harSgreipur bendir á, að Hár hafi verið glímu-
kappi. Það sama var Beowulf, Gautakappinn. Hitt viðurnefnið,
skjótandi, hefur verið kappaheiti í þýzkum og enskum kveð-
skap. Hér koma, eins og víðar í frásögnum frá Hrólfi kraka,
að öllum líkindum fram merkilegar endurminningar frá
þjóðflutningaöld.
Norrænar hetjur af beztu ættum, sem kallaðir eru ber-
serkir, eru þeir 12 synir Arngríms, sem koma við nokkrar
fornaldarsögur. Eyfura, móðir þeirra, er talin konungsdóttir.
Þessir menn eru einnig nefndir í Hyndluljóðum, meðal ann-
arra merkra ættbálka fomaldarinnar, og þar líka taldir ber-
serkir. Þar segir svo:
Þeir austr í Bólm
óru bomir,