Skírnir - 01.01.1949, Page 116
110
Hans Kuhn
Skímír
Amgrims synir
ok Eyfum;
brökun berserkja,
böls margs konar,
um lönd ok mn lög,
sem logi fœri.
Allt er þat œtt þín,
Öttarr beimski.
Berserk af þessu tæi held eg, að Víga-Styr mundi hafa verið
fús að gifta dóttur sína.
1 Hyndluljóðum eru þó líka nefndir kappar:
Dagr ótti Þóm,
drengja móður.
Ólust í ætt þar
œztir kappar:
Fraðmarr ok Gyrðr
ok Frekar báðir,
Amr ok Jösurmarr,
Álfr hinn gamli.
Þetta er merkileg vísa. Tveir þessara kappa segir hún, að
hafi heitið Freki, og einn Gyrðr. Freki er annars hvergi nefnt
sem mannsnafn. Það er sama orð og kappaheitið freki í
fornenskum kvæðum. 1 vísunni mun orðið upprunalega hafa
verið samnafn eins og í ensku:
Fraðmarr ok Gyrðr, frekar bóðir,
en seinna verið misskilið. En kappinn, sem heitir Gyrður,
getur vel verið sá sami og gyrti kappinn í fornþýzkum lög-
um og í Beowulfskvæði.
Ég ætla að bæta við einu dæmi um það, hve stutt var
milli kappa og berserkja. 1 Hálfdanar sögu svarta nefnir Snorri
Sturluson 2 berserki, sem báðir heita sjaldgæfum nöfnum,
en eru samnefndir fornaldarhetjum, sem voru bæði taldir
kappar sjálfir og sagðir ráða fyrir kappaflokki. Annar heitir
Hildibrandur, hinn Haki. Okkur er ekki kunnugt um neinn
sannsögulegan Hildibrand á Norðurlöndum fyrr en 300 ár-
um seinna. Því tel ég öruggt, að berserkurinn hafi heitið eft-
ir Hildibrandi Húnakappa. Þeim, sem fann honum þetta
nafn, mun hafa litizt svo, að berserkur og kappi sé hér um
bil sama. Svipað er um Haka berserk. En hann er fyllra