Skírnir - 01.01.1949, Síða 117
Skimir
Kappar og berserkir
111
nafni kallaður HáSaberserkur og þar kenndur við íbúa Haða-
lands. Slíkt var annars títt um kappa-nafnið. Hildibrandur
hét Húnakappi, Beowulf Gautakappi, Daghrafn nokkur Húga-
kappi — Húgar eru Frakkar.
Sennilega hafa menn á Norðurlöndum um langan tíma
notað mn afburða vígamenn bæði orðin, berserkur og kappi,
og gert á þessu tvennu lítinn greinarmun. Þó virðist kappa-
hugtakið hafa verið víðtækara, bundið minna við hólmgöng-
ur og enn síður við villimennsku og yfimáttúrlegt afl. Þetta
mun hins vegar snemma hafa fylgt berserkshugmyndinni.
Þangað til á víkingaöld virðist þó varla hafa þótt minnkun
í því að berjast til fjár í hólmgöngum, deyfa með brögðum
vopn óvinanna og ganga berserksgang. Menn af beztu ætt-
um em þá taldir með berserkjum.
Þegar á allt er litið, standa berserkir miðaldaköppum í hin-
um löndum Norðurálfu nær en þeir, sem hér nyrðra vom
kallaðir kappar. Þessir eru hins vegar líkari þeim köppum,
sem elztu þýzku og ensku hetjukvæðin segja frá, og þeir
munu vera mnnir frá sömu rót. Það voru sterkustu og frækn-
ustu hermenn, sem voru kjörnir eða ráðnir til forvígismanna
hers eða heillar þjóðar eða til annarra stórvirkja. Berserk-
irnir virðast frekar vera komnir frá hinum lægri köppum,
sem leigðir vom til þess að heyja einvígi fyrir aðra menn.
En þar sem aldrei var lögboðið hér á Norðurlöndum, að
konur og ómagar skyldu verja málstað sinn á hólmi og ráða
til þess menn, þá komu berserkir hér fram sem illþýði eitt.
Kappamir hafa horfið úr sögu seinna en berserkirnir. Síð-
ustu menn, sem fengu viðurnefnið kappi og nokkuð kveður
að, em þeir nafnar Björn Ásbrandsson Breiðvíkingakappi og
Bjöm Arngeirsson Hítdælakappi. Eyrbyggja saga segir, að
Björn Ásbrandsson hafi fengið viðurnefnið, þegar hann var
með Jómsvíkingum, en nefnir enga frekari ástæðu. Merki-
legri er skýring sögunnar af Bimi Hítdælakappa á viðurnefni
hans. Hún segir, að kappi nokkur hafi heimtað helming Garða-
ríkis af Valdimar konungi eða skorað hann á hólm ella, og
að Björn Amgeirsson hafi þá gengið á hólm fyrir konung-
inn og fellt kappann og hafi síðan verið kallaður kappi sjálfur.