Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 118
112
Hans Kuhn
Skímír
Þó að hér sé að minnsta kosti blandað málum, tel eg þó
líklegt, að sögumar hermi rétt frá, að báðir Birnir hafi feng-
ið kappanafnið í Eystrasaltslöndum. Það getur vel verið, að
þar eystra hafi þá enn verið uppi meiri háttar kappar álíkir
þeim, sem á þjóðflutningaöld réðu í einvígum sigri eða ósigri
heilla þjóða. Þar var þá Styrbjörn sterki, sem kallaður var
Svíakappi. En í för með honum er sagt, að Björn Breiðvík-
ingakappi hafi verið, þegar Styrbjöm barðist til ríkis í Sví-
þjóð. Litlu seinna réð fyrir Miklagarði Konstantínos mono-
machos. Viðurnefni hans er sama og kappi. Svo hafa Grikkir
kallað gladíatorana. — Einkennilegt er, að þessir íslenzku
kappar vom kenndir við sveitunga sína, Breiðvíkinga og Hít-
dæli. Þar mun einungis vera fylgt gömlum sið, því að þessir
menn hafa ekki verið kjörnir forvígismenn sveitar sinnar.
Landnámabók og Gísla saga nefna annan mann með því-
líku viðumefni, Vébjörn Sygnakappa. Ekki er vitað annað
um tildrög þessa nafns en að hann er talinn vígamaður mik-
ill. Hér er þó annað merkilegt. Vébjörn er á einstaka stað
kallaður Sygnatrausti. Þetta er einkennilegt viðumefni, en
þó er til annað hliðstætt. 1 Þiðreks sögu af Bem er Áki, her-
togi af Fritilaborg — það er Vercelli á Italíu —, sem sagan
segir, að hafi verið allra kappa og berserkja mestur, kallaður
ömlungaíransíz. ömlungar vom konungaætt Austurgota. Þetta
nafn er í þýzkum hetjusögum komið í stað Gotanafnsins —
allt efni Þiðriks sögu er þýzkt —. 1 hinu mikla þýzka Nifl-
ungakvæði er Högni kallaður Niflungatrausti. Annað viður-
nefni Vébjamar sýnir, að trausti hefur verið notað sem
kappaheiti ekki aðeins á Þýzkalandi, heldur líka á Norður-
löndum. í enskurn heimildmn er enginn vottur fyrir þvi.
Þegar allt kemur saman, em upplýsingarnar, sem við fá-
mn í íslenzkum kvæðum og sögum um fomu germönsku
kappana, furðulega miklar og margbrotnar. Flest gömul kappa-
heiti, sem hægt er að grafa upp í þýzkum og enskmn heimild-
um, koma einnig fram í íslenzkum ritum, fyrir utan orðið
kappi sjálft em orðin freki, skjótandi og trausti, hvert á sínum
stað, en öll á svipaðan hátt, freki sem mannsnafn, skjótandi
og trausti sem viðurnefni.