Skírnir - 01.01.1949, Page 119
Skímir
Kappar og berserkir
113
En Norðurlandabúar fengu þar að auki orðin berserkur
og úlfhéSinn, og líklega ennþá þriðja orðið. Magnús Olsen,
einn af fremstu málfræðingum Norðmanna, beindi athygli
manna að því, hve það sé einkennilegt, að menn skyldi eigna
Valhöll 540 eða 640 dyr, eins og sagt er í Eddu. Hann benti
á Kolosseum í Rómaborg, sem hafði 80 hlið, svo að menn
gátu gengið út og inn mörg hundruð í senn, líkt og sagt er
um einherja í Valhöll. En ezn/zer/uhugmyndin, segir Magnus
Olsen, muni hafa orðið til fyrir áhrif frá gladíatoraleikum,
sem þarna voru haldnir oft dag eftir dag. Svo segir í Vaf-
þrúðnismálum:
Allir einherjar
Öðins túnum í
höggvask hverjan dag.
Einherji merkir einvígismaður, á því er enginn vafi. Það
getur verið þýðing á monomachos, en svo hétu gladíatorar
á grísku. Menn hafa þó tekið fremur dræmt undir þessa
kenningu Magnusar Olsens. Flestum þótti leitað allt of langt.
En þar sem vitað er, að áhrif frá gladíatorum hafa náð hing-
að norður á margvíslegan hátt, þykir mér ekki vera nein
ástæða að telja það fjarstætt, sem Magnus Olsen hélt fram.
Það má líka nefna ýmislegt til stuðnings þvi, til dæmis, að
Snorri telur Öðin upphafsmann berserksgangs. Orðið kappi
var seinna, eins og þegar var minnzt á, tekið upp í norrænu
i annað skipti og heitir þá kempa. Þetta er kvenkynsorð, alveg
eins og annað náskylt orð, sem tekið var upp um sama leyti.
Það er hetja. Það er ekki með öllu Ijóst, hvaðan orðið hetja
er komið. Flestir ætla þó, að það muni vera afbakað af
fomþýzku eða fomensku orði, sem hét urhetta, oretta. Á
norrænu mundi það áður hafa heitið örheiti, og í þessari
mynd hef eg nefnt það að framan, því að það er einnig gam-
alt kappaheiti, sem þá hefur að lokum líka komið til Islands.
Þannig virðast þrjú helztu orð, sem íslenzkan hefur á þessu
sviði, kappi, kempa og hetja, öll mnnin af sömu rót, gladía-
tomm, sem börðust fyrir 1600 til 2000 árum í leikhúsum
Rómverja.