Skírnir - 01.01.1949, Side 121
Skírnir
Alþýðukveðskapur frá miðöldum
115
Næst er getið um dans í Reykhólabrúðkaupinu fræga ár-
ið 1119.1) Þar segir svo: „Þá var nú glaumr ok gleði mikil,
skemmtan góð ok margs konar leikar, bæði danzleikar, glím-
ur og sagnaskemmtan."
Haustið 1171 (19. október) bjóst Hvamm-Sturla við óvina-
heimsókn. „Ok um kveldit eptir náttverð mælti Sturla við
Guðnýju húsfreyju, at slá skyldi hringleik, ok fór til alþýða
heimamanna ok svá gestir.“ 2)
Veturinn 1232 var Guðmundur biskup um langaföstu á
ferð með flokk sinn og gistu „undir Fjöllum“. „Ok um kveld-
it, er biskup var genginn til svefns, en þeir til baðs, er þat
líkaði, þá var danz sleginn í stofu.“ 3)
1 Þorgils sögu skarSa gerðist það til tíðinda, síðsumars 1255,
að „1 Viðvík var gleði mikil ok gott at vera, leikar ok fjöl-
menni mikit. Þat var einn dróttinsdag, at þar var danz mik-
ill. Kom þar til fjöldi manna. — Hámundr prestr frá Hól-
um hafði sungit á Miklabæ í Óslandshlíð um daginn, ok
ríðr hann í Viðvík til danz ok var þar at leik, ok dáðu menn
mjök danz hans. En er hann kom heim til Hóla, rak (Hein-
rekr) biskup hann ór kirkju með hrakningum ok vildi eigi
sjá hann.“ 4)
Árið 1258 dró til dauða Þorgils skarða. Gerðist þetta kveld-
ið, áður en hann var veginn: „Þorgils reið til Hrafnagils.
Var honum þar vel fagnat. Skipaði hann mönnum sínum
þar á bæi. Honum var kostr á boðinn, hvat til gamans
skyldi hafa, sögur eða danz um kveldit.“
Svo virðist, sem Guðmundur biskup hinn góði hafi ekki am-
azt við dansi manna sinna, og virðist það eins dæmi um
mann í hans stöðu, því að bæði Heinrekur biskup, Árni biskup
Þorláksson (1269—98) og Laurentius biskup Kálfsson (1323
—30) höfðu ímugust á dansinum. Um Árna segir svo: 5)
„Þessi Ámi var á unga aldri fálátr ... En þaðan frá, er Þor-
1) Síurlunga I, 27.
2) Sturlunga I, 89.
3) Sturlunga I, 336.
4) Sturlunga II, 197.
5) Biskupa sögur I, 680.