Skírnir - 01.01.1949, Síða 122
116
Stefán Einarsson
Skímir
lákr (faðir hans) fór frá Rauðalæk, gerði hann (Árni) sik
léttan við alþýðu, ok átti hann alþýðu gleði; helt því fram
til þess, er hann var í Skál, þá fór hann til skinnleiks með
öðrum mönnum. f þeim sama leik rak hann niðr annat kné
á arinhellu þar í stofunni, svá at sprakk mjök; lá hann af
því í rekkju nær viku; þaðan af var hann aldrei at þess
kyns leik né danzi, hvárki áðr né síðan, ok kenndi sik í
þessu mundu hirtan af óskynsamligri skemmtan.11 En um
háttu Laurentiusar á Hólum segir svo: „Aldri kom herra
Laurentius inn í staðinn, nema þá stundum sem honum var
sagt, at danzleikr var hafðr á kveldum, þá lét hann hera
fyrir sér skriðljós inn í stórustofu fyrirbjóðandi hverjum sem
einum at hafa danzleik þar á staðnum.111)
Af því, sem á undan er skráð, sést, að nöfnin, sem menn
hafa notað um leik þenna, eru, — auk danz — danzleikr og
hringleikr, og benda þau til, að þetta hafi verið einhvers kon-
ar hringdans. En orðin eru, sem áður er ávikið, af frönskum
uppruna; sögnin at danza kemur fyrst fyrir í Konungsskugg-
sjá hinni norsku, í Sturlungu er alltaf sagt at slá danz.
En nú er orðið danz líka haft um vísu (eða kvæði) sungna
undir dansi.
Svo segir í Sturlungu (I, 279): „Þenna sama vetr (1220
—21) spratt upp mikill fjándskapr með þeim Birni Þor-
valdssyni ok Lopti biskupssyni .... Ok hér með færðu Breið-
bælingar Lopt í flimtan ok gerðu um hann danza marga
ok margs konar spott annat.11 Og enn um atburði, sem gerð-
ust 1245 (II, 71): „Fylgdarmenn þeir, er verit höfðu með
Kolbeini unga, en þá váru með Brandi, váru eigi trúir at því,
at þeir færi með danzagerðir, þær er Þórði gazk eigi at.“
Fræg er sagan um Þórð Andrésson, er hann reið með
Gissuri jarli vestur um ár 26. desember 1264 og bjóst við
dauða sínxnn: „Ok þá hrökkti Þórðr hestinn undir sér ok
kvað danz þenna við raust:
Mínar eru sorgir
þungar sem blý.“ 1 2)
1) Biskupa sögur I, 849.
2) Sturlunga I, S33.