Skírnir - 01.01.1949, Side 124
118
Stefán Einarsson
Skírnir
þau, að rímurnar voru upphaflega sungnar við dans, alveg
eins og dansstefin gömlu, og sagnadansarnir síðar. Þessi sið-
ur, að kalla rímurnar dansa, hélzt jafnvel í rímunum sjálf-
um allt fram á 17. öld, þó að þá væri fyrir löngu hætt að
kveða rímur fyrir dansi.
Það sem rímurnar fengu í arf frá dönsunum, voru hætt-
irnir. 1 rímum fyrir 1600 finnast eigi færri en tíu aðal-hætt-
ir rímna, er Björn Karel Þórólfsson merkir með stöfunum
A—J. Sjö þessara hátta eru ferskeyttir á einn eða annan
veg, einn þeirra, afhendingin, hefur tvö vísuorð, og tveir,
braghent og stuðlafall, hafa þrjú vísuorð.
Uppruni þessara þriggja síðast nefndu hátta er óljós, en
flesta af ferskeyttu háttunum mun mega leiða af ferskeytt-
um dansstefja- eða sagnadansaháttum, er algengir voru eigi
aðeins á íslandi og á Norðurlöndum, heldur einnig á Eng-
landi.
Venjulegust áherzlusetning í ferskeyttum sagnadansaerind-
um var fjórar áherzlur í ójöfnu, þrjár í jöfnu línunum. Rím-
setning var abcb.
Ríka álfs kvæði:
Eirek nefni eg kónginn þann,
stýrir beittum brandi;
Engilsól hét dóttir hans,
ólst hún upp í landi.
Þessi háttur gengur nú aftur í rímunum, eigi aðeins sem
skáhent, með sömu rímsetningu, heldur líka með annari rím-
setningu, skiptirími (abab), í ferskeytlu, en ferskeytt er eigi
aðeins elzt allra rímnahátta og oftast notað, heldur líka sá
háttur, sem ungað hefur út flestum afbrigðum meðal rímna-
háttanna (fimmtán hættir fyrir 1600, þar á meðal sléttu-
bönd).
Ferskeytt: A
Ólafr kóngur örr og fríðr
átti Nóregi að ráða;
gramr var œ við bragna blíðr,
borinn til sigrs og náða.
Skáhent: B
Skikkju Bil hún skipar mér til
at skemmta á hverju kveldi;
seggrinn má hjá seima Gná
sitja undir feldi.