Skírnir - 01.01.1949, Page 125
Skírnir
Alþýðukveðskapur frá miðöldum
119
Skyldur þessum fyrsta sagnadansa-hætti er háttur með
tveim áherzlum aðeins í jöfnu línunum. Þessi háttur er á
hinu fræga og fagra Tristrams
inn rímnaháttur sá, er úrkast
brigði.
Tristrams kvæði:
Svo skal búa hennar ferð
sem segi eg frá:
blá skulu segl á skipunum,
sem hún er á.
kvœði, en af honum er dreg-
nefnist og hefur fjögur af-
Úrkast: C
Orkast er mér undraleitt,
þó efni eg brag;
varla mun hér veita greitt
það vísnalag.
Tveir sagnadansar, Kaupmanna kvœ'Si og Sonar harmur,
hafa rímsetninguna aabb, og rímlínurnar jafnar að lengd
(fjórar áherzlur):
Kaupmanna kvæði:
Átu reip en brenndu rá,
allt það laust í skipinu lá;
átu þeir sína glófa,
marga gripina góða.
Þessi háttur er stældur í rímnahættinum stafhent (er B. K.
Þórólfsson hyggur af þýzkum uppruna), en samhent er alveg
eins, nema að rímsetning þar er aaaa ( = runhent að fornu):
Stafhent: G
Kann eg öngvan kvæða mátt
að kveikja af nokkurn dýran hátt,
stundum hef eg stafhent lag,
það styttir nokkuð fyrir mér brag.
Samhent: H
Helztar tel eg þær harmabætr,
hugsa eg um, þegar lengjast nætr,
hversu að miðjungs mjöðrinn sætr
marga vega í kvæðum lætr.
Annars má líta á stafhent sem helming af ,runhendu af
hrynhendum hætti1, er Snorri hefur í Háttatali 91:
Þiggja kná með gulli glöð
gotna ferð at ræsi mjöð;
drekka lætr hann sveit at sín
silfri skenkt et fagra vín.
Eða svo til sé tekið spott það, er Hrafnagilingar kváðu
um Kálf Guttormsson:
Vetrungs fæddisk efnit eitt,
öllum er þat mönnum leitt,
8;