Skírnir - 01.01.1949, Page 127
Skírnir
Alþýðukveðskapur frá miðöldum
121
ef blíðar þjóðir hlýða neima.
Fjögur afbrigði.
b Suftungs mjöðrinn sjaldan verður sætur fundinn;
má það heita mestur vandinn;
meir eg iðka gemlis sandinn.
Stuðlafall: F
Stuðlafalls þó stofna gjöri eg rímu,
það má skilja þjóðin hrein
þar á kann eg öngva grein.
Tvö afbrigði.
Bæði afhending og braghenda hafa það sameiginlegt, að
fyrsta lína (vísuorð) er lengd um tvær áherzlur, svo að þær
verða alls sex. 1 stuSlafalli er fyrsta lína lengd um eina
áherzlu aðeins, svo að áherzlur verða þar fimm. Rímsetning
er í afhendingu aa, í braghendum aaa, Aaa og abh, en í
stuSlafalli abb (A er skothending: fundinn: vandinn).
Eins og nú hefur verið sýnt, má telja rímna-hætti og rím
þeirra arf frá dansstefjum og sagnadönsum. Aftur á móti
eiga ströng samstöfutalning, ljóðstafa-setning og inn-rím
(hendingar) rætur sínar að rekja til dróttkvæðanna. Hendinga-
setning (inn-rím) var, þegar stundir liðu fram, svo aukin í
ferskeyttum háttum, að hvert orð (og hver samstafa) í fyrsta
helmingi vísunnar var látið ríma við samsvarandi orð (sam-
stöfu) í síðara helmingi hennar. Þannig kom upp hinn frægi
dýri háttur sléttubanda, en vísur undir þeim hætti mátti lesa
eigi aðeins áfram og aftur á bak, heldur einnig á ólíka vegu
svo tugum og kannske hundruðum skipti. Hátturinn kem-
ur fram undir lok tímabilsins.
Sléttubönd:
Mettur rómur, meyrnar mér
máttur glettugóma,
dettur ómur heymar hér
háttur sléttu óma.1)
Rétt er þó að taka það skýrt fram, að á tímabilinu 1400
—1600 var óbreytt ferskeytlan og hin einfaldari afbrigði
1) Úr Rollants rímum 1550—1600.