Skírnir - 01.01.1949, Page 128
122 Stefán Einarsson Skírnir
hennar langsamlega algengust, svo að rímurnar gátu á öll-
um þessum tíma haldizt mjög alþýðlegar.
Mál og stýll rímna var líka næstum eingöngu arfur frá
dróttkvæðunum. Hér er hin sama notkun heita og kenninga
eins og hjá fornskáldunum og eins og Snorri býður í Eddu
sinni, en sennilega hafa rímnaskáldin þekkt Eddu og notað
hana, því að oft víkja þau að list sinni með orðunum Eddu-
regla, Eddu-list, eða aðeins Edda. Venjulega segjast þeir vilja
nota Eddu í hófi; má vera, að það sé áhrif frá Lilju Eysteins
(1340—50); vera má líka, að stundum mæli þeir þetta frá
hrjósti sjálfs sín og lýsi svo skaplyndi sínu. En þótt bæði
kenningar og heiti sé skilin og notuð af rímnaskáldunum,
þá verða í þessum efnum hreytingar, er fram líða stundir,
þannig að hinn gamli klassiski stýll missir smám saman
inntak sitt og verður að innantómu orðagjálfri eða hismi.
Einkum hættir mönnum við að gleyma alveg upphaflegri
merkingu kenningar-liðanna og mynda þannig hinar fárán-
legustu og smekklausustu samsetningar. Hið eina nýmæli,
sem rímnaskáldin innleiða í stýl sínum, er því miður alveg
af sama toga spunnið og þessi hnignun hins forna skálda-
stýls. Eftir líkingum eins og heiftar eldr = heift eru mynd-
uð orðatiltæki eins og hryggSar klútr = hryggd, og hefur
Björn Karel Þórólfsson kallað þessa einkennilegu fígúru
rímnaskáldanna nafnorZs-aukning. Er hún fullkomið dæmi
þess, sem Stephan G. kallaði „alltaf í þynnra að þynna“,
en þá áráttu sýna rímnaskáldin ekki aðeins í þessu nýmæli
sínu og í óvandaðri meðferð kenninga, heldur líka í hortitt-
um ýmislegum, í stórorðu vana-hrósi um hetjur og frúr, og
í jafn-íburðarmiklum vana-skömmum um sögu-þrjóta sína
og flögð.
En þessi lýti einkenna ekki rímurnar einar, þau eru sam-
eiginleg eign allra rímaðra riddarasagna frá miðöldunum.
En eins og form rímnanna er af innlendum og útlendum
uppruna, þannig má og sýna, að efni þeirra er af mörgum
þáttum snúið, sumum innlendum, en sumum erlendum.
En áður en lagt sé út í að rekja þessa þætti, er rétt að