Skírnir - 01.01.1949, Síða 129
Skírnir
Alþýðukveðskapur frá miðöldum
123
doka við og átta sig á því betur, hvers konar skáldskapar-
grein rímurnar sé. Ólafs ríma Haraldssonar í Flateyjarbók
er söguljóð í 65 erindum. Því nær allar rímur segja sögu,
og eru því söguljóð, þótt flestar þær sögur sé meir í stýl
riddarasagna heldur en Islendingasagna. Ef sagan er löng,
er henni skipt í tvær eða fleiri rímur, alveg eins og sögu í
lausu máli er skipt í kapítula. Ef margar verða rímurnar í
einum rímnaflokki (einum rimum), þá eru þær venjulega
ortar undir ýmsum háttum: fyrsta ríma undir ferskeyttum
hætti, hinar undir öðrum háttum. Þessi siður að breyta hátt-
um fer í vöxt eftir því sem aldir líða. Loks er að geta um
mansönginn, sem er eins konar inngangur að rímu(m).
Þennan inngang vantar með öllu á Ólafs rímu, í elztu rím-
um er honum ef til vill skeytt við fyrstu rímu aðeins, en brátt
verður það föst regla að hafa mansöng í upphafi hverrar
rímu. Mansöngurinn er upphaflega ástaljóð eða kvennalof,
enda stýlaður til einnar konu eða til kvenþjóðarinnar yfir-
leitt, svo sem væru þær fyrst og fremst áheyrendur rímn-
anna.
Um upphaf rímna er mikilvægasta spurningin þessi: voru
til nokkur söguljóð, sem rímnaskáldin hefðu getað lært af
venjuna að segja forna sögu í ljóðum?
Svarið verður játandi. Þó að dróttkvæðin fram undir 1200
væru mest konungalof og höfðingja, þá fóru sum skáld á
12. öld að yrkja kvæði um fræga fornkonunga (t. d. Ólaf
Tryggvason) eða forna og fræga víkinga, svo sem t. d. Jóms-
víkinga, en í Jómsvíkingadrápu er eigi aðeins fornhetjum
sungið lof, heldur gægist hér fram í fyrsta sinn áhugi á ást-
um hetjunnar, og mun sá mansöngur vera að vísu af suð-
rænum (frönskum) uppruna. Leifar af átta dróttkvæðum
af þessu tæi finnast á tímabilinu frá 12. til 14. aldar, og það
er líklegt, að þessi sögu-áhugi skáldanna sé af sama toga
spunninn og íslenzka sagnaritunin, sem mjög verður sam-
ferða þessum gömlu sagnakvæðum, enda taka þau öll efni
sitt úr Noregskonungasögum eða íslendingasögum, nema 14.
aldar kvæðabrotið Sörlastikki, sem ortur er út af fornaldar-
sögu — eins og Sörlarímur frá sömu öld, með allra elztu