Skírnir - 01.01.1949, Síða 131
Skirnir
Alþýðukveðskapur frá miðöldum
125
rímna eins og ljóðræna vísan í upphafi sagnadansanna og
viðlag þeirra. Mansöngurinn er venjulega ljóð um ást til
uppáhaldsfrúar skáldsins og harmagrátur hans eða harlóm-
ur um fallvelti ástarinnar. Margt getur orðið að meini, vera
má, að frúin vilji ekki líta við honum, hann getur sjálfur
verið manna lítilfjörlegastur og ekki líklegur til að ganga
í augun á konum, loks getur elli kerling verið á hælum hans.
Stundum romsar skáldið upp úr sér halarófu af píslarvott-
um ástarinnar: frægum söguhetjum, sem þola máttu mein
munar og duttlunga elskhuga sinna: skáldinu er huggun í
því að velta fyrir sér hörmum annara manna (sbr. GuS-
rúnarkviSu I. í Eddu). Síðar víkkar efnisval mansöngsins,
skáldið getur notað hann til að ræða um söguhetjurnar í
rimunum og meta þær, eða annað, sem honum er hugleik-
ið, lof liðinnar aldar og heimsósóma yfirstandandi tíma. En
þrátt fyrir allt hélt kvennalofið velli, ef til vill ekki sízt af
því að oft virðist skáldið hafa ort rimurnar fyrir konu eða
með kvenþjóðina sem áheyrendur í huga. Komið getur það
þó fyrir, að hann yrki rímurnar fyrir karlmann, einhvern
fróðleiksmann eða rímnavin og velunnara skáldsins, enda
ávarpar hann þá þennan vin sin í mansöngvunum.
Sýnilega er hér um áhrif að ræða frá hinu riddaralega
kvennalofi (courtly love) miðaldanna, er upphaflega var
frá Frakklandi komið, en dreifðist þaðan til Englands, Þýzka-
lands og til Norðurlanda. En til mansöngvanna íslenzku
liggja þræðir frá 12. og 13. aldar orkneyskum kvæðum (Jóms-
víkingadrápu, MálsháttakvœSi), sem snortin voru af hinum
suðræna franska tíðaranda ekki síðar en um miðja 12. öld.
Hitt er þó líklegra, að aðaláhrifin hafi komið frá Þjóðverj-
um og Minnesang þeirra á 13. og 14. öld, ef til vill með
Hansakaupmönnum í Bergen, þeim sömu, er höfðu með sér
kvæðin, er ÞiSreks saga er samin eftir, norður þar.
Riddaralegar ástir koma fram í efnisvali rimna ekki síður
en í mansöngvunum. Efnisvalið má sjá í svip af skrá þessari:
Islendingasögur ........................ 4 rímnaflokkar
Noregskonungasögur ..................... 10 —
Fornaldarsögur og Edda .................23 —