Skírnir - 01.01.1949, Page 132
126
Stefán Einarsson
Skírnir
Riddarasögur, Karlamagnúsarsaga, Þiðreks-
saga ...................................24 rímnaflokkar
Þjóðsögur og æfintýri..................... 12 —
Ýmislegt (Skíðaríma, o.fl.) ............... 5 —
Skráin sýnir, að hinar útlendu riddarasögur (og lygisög-
ur) eru vinsælastar, en mjög nálægt þeim að vinsældum
ganga hinar innlendu fornaldarsögur, eflaust vegna þess,
að þær voru næstum eins æfintýralegar, um vikinga og tröll.
Einstaka goðsögur fornar fljóta þó líka með, eins og t. d.
Þrymlur og Lokrur, sem ortar eru út af ÞrymskviSu og kafl-
antun í Snorra Eddu um ferð Þórs til Útgarðaloka. Þjóð-
sögur og æfintýri og Noregskonungasögur leggjast nokkuð
að jöfnu, en Islendingasögurnar reka lestina; þær hafa sýni-
lega þótt annaðhvort alltof góðar eða alltof hversdagslegar
til rímnakveðskapar. SkíSaríma er hin frumlegasta fram-
leiðsla rímnakveðskaparins, hún er skopkvæði, er setur Skíða
flæking á bekk með hinum fornu goðiun (mock-heroic). Hún
er í ætt við ÞrymskviSu og Heljarslóðarorrustu, en hún er
líka í ætt við Sir Topas eftir Chaucer; en höfundur SkiSa-
rímu sýnist hafa verið uppi mannsaldri síðar en Chaucer.
Ef litið er á efnismeðferð rímna, má sjá tvo þætti, og er
annar líklega frá dróttkvæðunum dreginn, en hinn frá hin-
um útlendu riddarasögum. Frá dróttkvæðunum kynnu að vera
ættaðar hinar ítarlegu bardagalýsingar og lýsingar á sigl-
ingum og svaðalförum. Aftur á móti hafa hinar erlendu ridd-
arasögur lagt til veizlulýsingarnar, en þeim er lítt í hóf stillt.
Hin fátæku rímnaskáld yirðast alltaf reiðubúin að keppast
við meistara sína í glæsileik lýsinganna: söguhetjurnar, kóng-
ar og riddarar eru ósigrandi, er þeir vaða gegn um fylking-
ar óvinanna og fella þá svo þúsundum skiptir. Heima í kóngs-
garði eru þeir aftur á móti kurteisin sjálf í nærveru drottn-
ingarinnar eða hinnar frægu og fögru frúar, sem þeir hafa
barizt fyrir.
Eftir aldri hefur Björn Karel Þórólfsson flokkað rimurnar
svo sem nú verður sagt.
Frá tímabilinu 1350—1450 telur Björn 37 rímnaflokka,
og 9 þeirra sennilega frá lokum þess timabils. Sennilega