Skírnir - 01.01.1949, Page 133
Skirnlr
Alþýðukveðskapur frá miðöldum
127
hafa menn farið að yrkja rímur ekki síðar en um 1300.
Elztu rímur nota ferskeytt því nær einvörðungu, og oftast
er í þeim engin breyting á hætti frá einni rímu til annarar.
Mansönginn vantar ósjaldan. Ekki þekkja menn önnur skáld
á þessu tímabili en Einar Gilsson, höfund Ólafs rímu.
Á fimmtándu öld verður mansöngurinn óaðskiljanlegur
hluti hverrar rímu; tala rímna í rímnaflokki fer vaxandi, og
þar með breytileiki í háttum. Þó helzt sú venja að hafa
fyrstu rímu ferskeytta.
Frá tímabilinu 1460—1520 eru ellefu rímnaflokkar varð-
veittir; hefst tímabilið með rímum Orms Loftssonar og end-
ar með rímum (Austfirðingsins?) Sigurðar blinds.
Frá tímahilinu 1520—1570 eru fimmtán rímnaflokkar varð-
veittir; meðal hinna síðustu á þessu tímabili eru rímur eftir
Árna nokkurn Jónsson, sem á heiðurinn af því að hafa fyrst-
ur ort sléttubönd.
Frá síðustu þrjátíu árum 16. aldarinnar eru enn varð-
veittir fimmtán rímnaflokkar, þar á meðal rímur eftir þrjú
kunn rímnaskáld: Magnús Jónsson prúða, Þórð Magnússon
á Strúgi og Hall Magnússon.
Að lokum nokkur orð um skáldlegt og menningarlegt gildi
rímnanna.
Siðan Jónas Hallgrímsson skrifaði hinn fræga dóm sinn
um rímur Sigurðar Breiðfjörðs, hafa fáir þótzt sjá mikið
skáldlegt gildi í rímnakveðskap. Og ef menn líta á rímur
frá því tímabili, sem nú hefur verið lýst, er hætt við því,
að vandlátir dómarar fyndu þar lítið af fyrsta flokks skáld-
skap, nema Skíðarímu og ef til vill ýmsar glefsur úr rímun-
um, stöku og stöku. Hins vegar sýna rímurnar alltaf mikla
hagmælsku, og vegna hins stranga forms síns hera rímurn-
ar af sams konar rímuðum söguljóðum erlendum, að minnsta
kosti hinum ensku. En hið stranga form rímnanna varð líka
sjálfum rímnaskáldunum ómetanlegur skóli í orðsins list,
og rímurnar sjálfar sívaxandi syrpa skáldamálsins, sem eigi
aðeins rímnaskáldin heldur öll íslenzk skáld urðu að ausa af.
Og hið mikla menningargildi rímnanna liggur einmitt í því,