Skírnir - 01.01.1949, Síða 134
128
Stefán Einarsson
Skírnir
að þær hafa brúað hafið, sem liggur milli elztu skálda nor-
rænna og nútímaskáldanna, fyrir það að þær varðveittu hið
forna skáldamál fram á þennan dag. Sennilega hefur rimna-
skáldin þó ekki alloft órað fyrir þessu mikla hlutverki þeirra
í íslenzkri menningarsögu. Það, sem fyrir þeim vakti — auk
þess að þjóna lund sinni —, var að skemmta fólkinu. Þess
hlutverks gættu þeir svo vel, að segja má, að þeir hafi hald-
ið logandi anda hetjuskapar og æfintýra á tímum, þegar
þjóðin í hreysmn og á hungurdögum hafði ekki í önnur hús
að venda en til æfintýranna, ef hún vildi ekki deyja drottni
sínum. Þegar öllu er á botninn hvolft, hygg eg, að vand-
fundin mundi verða önnur framleiðsla íslenzks anda, er væri
jafn ramm-íslenzk og rímumar.
III.
Þó að sagnadansamir væm, eins og áður er sýnt, senni-
lega samtímis elztu rímum og hjálpuðu til að hleypa þeim
af stokkumun og gefa þeim form, þá koma þeir ekki fram í
handritum fyrr en snemma á 16. öld; og tvö merkustu
handritin em ekki eldri en frá 1665 og 1700. Athuganir
mínar hér em gerðar á þeim 66 sagnadönsum, er þeir Svend
Gmndtvig og Jón Sigurðsson gáfu út á ámnum 1854/9 og
1885 og kölluðu íslenzk fornkvæSi. Fáein kvæði önnur hafa
verið gefin út í Danmarks gamle Folkeviser og í Islenzkum
vikivökum og vikivakakvæSum af Ólafi Davíðssyni; í hans
safni em nokkur skopkvæði, sem annars fyrirfinnast ekki.
Eins og áður segir em hættir sagnadansanna náskyldir 13.
aldar danshættinum Loptr er í Eyfum og háttum elztu rímna,
en þeir eru frábrugðnir rímnaháttum í tveim atriðum: í þeim
em samstöfur ekki taldar og þeir hafa enga ljóðstafasetningu.
Enn fremur er rímið í fornkvæðunum oft óhreint, og þá
venjulega þannig, að ekki er krafizt annars en að hljóðstaf-
irnir (sérhljóðin) rími, t. d.: fram : rann.
Hér mn bil 44% af sagnadönsunum em undir hinum rím-
aða tvílínuhætti:
Ólafur reið með björgum fram,
hitti hann fyrir sér álfarann.