Skírnir - 01.01.1949, Side 135
Skímir
Alþýðukveðskapur frá miðöldum
129
Þessi háttur, — sem raunar verður ferskeyttur eða meira,
ef viðlaginu er aukið við hann, — finnst ekki í rímiun, en
var algengur á Englandi og á Norðurlöndum. Hyggja sér-
fræðingar, að hann sé upphaflegastur allra sagnadansahátta
og þá sennilega franskur eins og kvæðin sjálf.
Hér um hil 36% sagnadansanna eru undir ferskeyttum
háttum, heldur losaralega gerðum, mest vegna þess, að því
er lítt skeytt, hve margar samstöfur verða milli áherzlu-
samstafanna. I meiri hluta þessara kvæða er háttur sami
og í Ríka álfs kvæSi (bls. 118), með fjórum áherzlum í ójöfnu
og þremur í jöfnu vísuorðunum. En nokkur fylgja Tristrams
kvæSi (bls. 119) og hafa fjórar áherzlur í ójöfnu, en aðeins
tvær í jöfnu vísuorðunum. Rímsetning í þessum ferskeyttu
háttum er venjulega abcb (en getur verið abab).
Tveir sagnadansar, Kaupmanna kvæSi og Sonar harmur
(bls. 119), hafa jafnlöng vísuorð, fjórar áherzlur í hverju, og
ríma aabb. Þessi runhendi háttur var algengur í latneskum
hymnum, áður en skiptirím fór að tíðkast (um 1200), og
kemst hann því líka nokkuð snemma inn í þjóðtungurnar.
Bjöm K. Þórólfsson hyggur hann vera af þýzkum uppruna
í rímum; en á Englandi finnst hann líka á fyrra hluta
13. aldar.
Því nær 20% af kvæðunum (öll nema eitt undir tvílinu-
hættinum) hafa það, sem kalla mætti ítrekuð vísnatengsl
(eða iðuimælt vísnatengsl), og geta þau verið með ýmsu móti,
eins og sýnt skal í viðauka. Sams konar vísnatengsl koma
fyrir í dönskum sagnadönsum (folkeviser), en ekki enskum
svo að eg viti; á íslandi munu þau vera kunnust úr Grýlu-
kvæðumun.1)
Allir íslenzkir sagnadansar, nema fjórir, hafa viðlög og
eru að því leyti líkir dönsku sagnadönsunum; aftur á móti
eru ensku sagnadansamir (ballads) mjög oft viðlags-lausir.
Viðlagið getur verið ein lína eða tvær, eða fleiri, og oft
eru línur viðlaganna mjög mislangar. Viðlag tvílínu-kvæð-
anna er venjulega klofið um síðari línu erindisins, eins og í:
1) Sjá Viðauka III.