Skírnir - 01.01.1949, Page 136
130
Stefán Einarsson
Skimir
Ólafur reið með björgum fram,
— rauður loginn brann —
hitti fyrir sér álfarann.
—- þar lá búinn byrðing undir björgunum fram,
og dálítið óreglulegar í þeirri gerð bvæðisins, sem allir kunna.
Viðlög við ferskeytta hætti fara venjulega á eftir erindinu,
en ýmis afbrigði koma líka hér fyrir.
Fjórtán sagnadansar byrja með því, sem kallað hefur ver-
ið stef-stofn, það er inngangs-erindi, sem stefið eða viðlagið
er venjulega klofið úr. Til dæmis má taba Kaupmanna kvæZi:
Stef-stofn: Það er kaupmanna prýði
að vinda segl við rá,
þaðan í burt, sem áður lá,
sigla þeir sjó, þó sjórinn yfir þá drífi.
1. Lágu þeir í höfnunum
— það er kaupmanna prýði —
fjörutíu dagana;
— þeir vinda segl við rá —
lágu þeir svo lengi,
sulturinn gekk að drengjum,
sigla þeir sjó, þó sjórinn yfir þá drífi.
Til yfirlits: 48 sagnadansar hafa einfalt viðlag eða stef, 14
hafa stef-stofn og stef eða viðlag, og einir 4 hafa ekkert við-
lag. f hundraðshlutum: 72,5%, 21,5% og 6%.
Stef-stofninn er venjulega ljóðrænn, stundum bregður hann
sbáldlegum bjarma yfir allt kvæðið, en oft er hann ekki í
neinum beinum tengslum við sögu kvæðisins. Að því leyti
líkist hann mansöng rímnanna. Fræðimenn hafa löngum
ætlað, að stef-stofninn væri elzti hluti sagnadansins og kom-
inn í beinan ættlegg af elztu dönsum, enda er dans Þórðar
Andréssonar sýnilega af sama tæi. Rétt er að minnast þess,
að bæði dansar og viðlög eru af frönskum uppruna (11.—
12. öld).
Sagnadansarnir skera sig úr öllum öðrum íslenzkum sbáld-
skap — nema nokkrum 16. aldar lúterskum sálmum — í
þrem hlutum: þeir fylgja ekki hinni fornu íslenzku ljóðstafa-
setningu, þeir nota óhreint rím (hendingar), og þeir eru
fullir af útlendum orðum og ómeltum útlendum orðasam-