Skírnir - 01.01.1949, Side 137
Skírnir'
Alþýðukveðskapur frá miðöldum
131
böndum. Allt þetta bendir til þess, að sagnadansarnir séu
„frítt út lagðir úr dönsku“, þ. e. að menn hafi vikið þeim
mjög lauslega úr frummálinu og þá líklega fremur munn-
lega en skriflega. En þó að sagnadansana skorti allt á við
rímurnar í íslenzkri orðsins list, þá vinna þau það oft marg-
falt upp í einfeldni máls og stýls, sem önnur íslenzk kvæði
hafa oft ekki upp á að bjóða — og verður þó ekki sagt, að
íslenzku sagnadansarnir komist í þessum efnum með tær
þar, sem norrænir og enskir sagnadansar hafa hæla, enda hef-
ur útlendum fræðimönnum fundizt til um það, hve óalþýð-
leg íslenzku kvæðin væri. Hins vegar verða íslenzku sagna-
dansarnir aldrei eins lágkúrulegir og útlendu kvæðin geta
orðið. Þeir hafa alla kosti sagnadansa-stýlsins, án þess að
hafa verstu gallana, enda er saman kominn mikill og góður
skáldskapur í íslenzkum sagnadönsum og viðlögum þeirra.
Líklegast er Tristrams kvœ'ði fegurst þeirra allra; það fann
prófessor W. P. Ker, sem manna bezt hafði vit á skáldskap
og þekkti flestum, ef ekki öllum mönnum betur á sinni tíð
bókmenntir miðalda. Nordal tók það upp í Lestrarbók sína
(1924) og slíkt hið sama Dr. H. G. Leach í Pageant of Old
Scandinavia.
Þegar íslenzkir sagnadansar og efni þeirra eru borin sam-
an við sams konar kvæði á Norðurlöndum, kemur það í
ljós, að íslenzku kvæðin eru eigi aðeins tiltölulega fá (dönsku
kvæðin eru yfir 500), heldur líka fátækleg að efnisvali.
Af 66 sagnadönsum íslenzkum er einn aðeins ortur út af
efni úr íslendinga sögu: Gunnars kvæði eftir Nfálu, einn
um efni úr Noregskonungasögum: Ólafs vísa (Haraldssonar
helga), einn út af franskri riddarasögu: Tristrams kvœði,
og ekki einn einasti um efni úr fornaldarsögum og Eddum.
Þetta síðasta atriði einkennir mjög íslenzka sagnadansa, því
að einmitt út af fornaldarsögum og goðsögum Eddu hafa
Færeyingar og Norðmenn ort mikinn bálk af sagnadönsum
(Kæmpeviser), og hefur sú kvæðategund borizt frá Noregi
til Danmerkur og Svíþjóðar. En ef litið er á rímumar, sést,
hvemig á þessu stendur: íslendingar ortu rímur út af þess-
um söguefnum öllum.