Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 138
132
Stefán Einarsson
Skímir
Sextán sagnadansar íslenzkir eru ortir út af þjóðsögum
og æfintýrmn. Þeir segja sögur af álfum, af nykrinum, af
Stafró skógardís, af sætrölli, af krafti söngsins, af hörpu-
slætti, af rúnum, af valdi nafnsins, af hamskiptum, og af
jarteinum.
Langvinsælast af þessum kvæðum er kvæðið um Ólaf
liljurós, sem flestallir íslendingar kunna enn í dag. Þetta
kvæði er eigi aðeins vinsælt á íslandi, heldur og víða í Ev-
rópu. Þeir Svend Grundtvig og Jón Sigurðsson þekktu það
eigi aðeins í færeyskum, norskum, sænskum og dönskum út-
gáfum, heldur líka í enskum (Clerk Colvill), þýzkum, vind-
lenzkum, bæheimskum og bretónskum útgáfum. Svo er um
fleiri kvæði, að þau eru húsgangar víða um lönd. f flokki
æfintýrakvæðanna er líka Gauta kvcéSi um Magnhildi og
Gauta, er Malone tengdi við Mæðhild og Geat í fornenska
kvæðinu Deor.
En mikill meirihluti sagnadansanna -— 46 kvæði — eru
um höfðingja og hábornar frúr og meyjar frá riddaraöld-
inni dönsku, enda eru sögurnar látnar gerast í Danmörku,
ef nokkur staður er til nefndur. Á meðal þessara kvæða eru
nokkur ort um söguhetjur frá 12. öld, eins og Valdimar kon-
ung, konu hans Soffíu og frillu hans Tófu. Sumir af mönn-
um hans, eins og Ásbjörn snari (Esbern Snare), koma lika
við sögu í kvæðunum. Eitt kvæðanna, Bjarnasona kvæSi, er
um vig, er vegið var í Noregi árið 1206.
Þessi kvæði — riddarakvæðin — eru alveg einstæð að efni
á fslandi og mjög erlendur gróður, sem ekki féll í svo góða
jörð, að neitt samsvarandi sprytti upp af íslenzkum stofni.
Ástæður til þess gátu verið ýmsar, en tvær virðast liggja
nokkuð í augum uppi. Riddarakvæði gátu ekki vel sprottið
upp á íslandi, því að þar var mjög fátt af riddurum fyrr og
síðar. En hví voru ekki ortir sagnadansar um íslenzka höfð-
ingja frá söguöld eða þá frá Sturlungaöldinni? Þar var nóg
af yrkisefnum, sem voru skyld riddarakvæðunum dönsku. Eg
hygg, að svarið hljóti að verða: af því að íslendingar áttu
bæði íslendingasögur og sögur frá Sturlungaöld skráðar.
Menn höfðu enga tilhneigingu til að snúa þessum ágætu