Skírnir - 01.01.1949, Síða 139
Skímir
Alþýðukveðkapur frá miðöldum
133
sögum í ljóð, og það jafnvel ekki í rímur, sem tóku þó við
efnunum úr fornaldarsögunum. Hins vegar þykir mér ekki
ósennilegt, að vér eigum hin dönsku riddarakvæði eins og
þau eru að þakka áhuga hinna fáu íslenzku riddara á 14.
—16. öld. Má í því sambandi minna á þá nafna og frænd-
ur Björn Einarsson Jórsalafara í Vatnsfirði og Björn Þor-
leifsson á Skarði; báðir á Vesturlandi eins og aðalhandritin
af sagnadönsunum. •—- En fyrir Dani og aðra Norðurlanda-
búa eru íslenzku dansarnir merkilegir fyrir það, að þeir
geyma eldri stig kvæðanna heldur en fundizt hafa á Norð-
urlöndum, því að jafnvel elztu uppskriftir þar munu vera
meir gengnar í munni en íslenzku kvæðin.
Af því að flest riddarakvæðin meðal sagnadansanna virt-
ust vera af dönskum uppruna, ályktaði Finnur Jónsson mjög
skynsamlega, að þeir hefðu borizt beint til Islands frá Dan-
mörku á 15. öld og ekki fyrr. En Liestöl hefur síðan sýnt,
að nokkur kvæðanna virðast hafa skyldasta kvæðafrændur
í Noregi, og það helzt í Vestur-Noregi; hyggur hann því,
að flestir íslenzkir sagnadansar, og það jafnvel þeir, sem af
dönskum uppruna eru, séu selfluttir yfir Noreg, sumir þegar
á 13. öld, aðrir og líklega flestir á 14. öld. Frá 13. öld önd-
verðri virðist t. d. Bjarnasona kvceSi vera; og sennilega er
KvæSi HallvarSar helga, sem Jón Helgason hefur prentað
í Islenzkum miSaldakvæSum, líka norskt, eða ort fyrir
norsk áhrif, því að það er eina íslenzka helgikvæðið, sem
ort er undir ferskeyttum hætti sagnadansanna.
Sagnadansarnir eru suðrænn gróður, settur niður í kald-
an íslenzkan jarðveg. Þessi gróður hélt sínum suðræna svip,
varð aldrei fyllilega hagvanur á íslandi. Þetta voru veikar
plöntur og bleikar, er stungu í stúf við hið íslenzka skrúð-
gresi. Og þó mundi enginn vilja missa þær úr garði íslenzkra
bókmennta, því að þær fylla þar skarð, sem annars mundi
standa opið og ófullt. Því að hér er að finna snilld í einfeldni
og ljóðrænni fegurð, sem annars er ekki svo auðfundin í
hinum dýra íslenzka kveðskap að fomu og nýju.
9