Skírnir - 01.01.1949, Page 142
136
Stefán Einarsson
Skímir
II.
Rímur hafa framan af verið kveðnar í dansi, eins og skýrt er sagt
í Sörlarímum:
I, 7 Því má eg varla vísu slá,
veit eg það til sanns,
þegar að rekkar rimu fá,
reyst er hún upp við dans.
8 Gapa þeir upp og gumsa hart
og geyma varla sín,
höldar dansa hralla hart,
ef heyrist vísan mín.
B. K. Þórólfsson, Rímur fyrir 1600, hls. 47.
III.
Því nær 20% af sagnadönsunum (allir undir tvílinu-hættinum nema
einn) hafa það, sem kalla mætti ítrekuð (eða iðurmælt) vísnatengsl, og
geta þau verið með þrennu eða femu móti.
1: Síðasta lína erindis er endurtekin öll sem fyrsta lína næsta er-
indis. Svo í Kvœöi af Nikulási (B):
1. Árla morguns klukkan söng,
Nikulás klæðist i sinni sæng.
Nikulás klæðist með kyrtil reyð.
— Eg man vel orðin þin,
mjúklát er menskorð, og minnstu min!
2. Nikulás klæðist með kyrtil reyð,
silkiskyrtu fyrir sinn deyð.
Spennir hann að sér beltið breitt. O. s. frv.
2: Endir næstsíðustu linu og síðasta lína erindis eru endurtekin. Svo
í Riddara Stígs kvœSi og þrem kvæðum öðrum:
1. Riddari Stígur fór á skóga,
ristir hann rúnir nógar.
Frúin gef oss orðlof.
2. Skóga,
ristir hann rúnimar nógar.
Með hægri skenkir hann mjöð og vín,
með vinstri ristir hann rúnimar sín.
3: Endir næstsíðustu línu aðeins er endurtekinn. Svo i Sonar harmi
(B) og fjórum öðmm kvæðum: