Skírnir - 01.01.1949, Page 147
SKÚLI SKÚLASON:
ÞEGAR ÚT AF BER.
I.
Mér verður oft hugsað til smá-atviks, sem gerðist fyrir
nokkrum árum á ferðalagi milli Óslóar og Kaupmannahafn-
ar. Ég fór með næturlestinni suður Svíþjóð, og það var aðeins
að byrja að birta af degi, þegar við komum til Helsingja-
borgar. Þar er toll- og gjaldeyriskönnunin einstaklega væg í
þeirra garð, sem koma frá Ósló og ekki hafa farið út úr vagn-
inum alla nóttina, og venjulega renna svefnvagnarnir hljóða-
lítið út á sjálfa ferjuna, svo að varla getur heitið, að farþeg-
arnir nuddi stýrurnar úr augunum, fyrr en dönsku tollmenn-
irnir fara að „rekja úr þeim garnirnar“.
f þetta skipti — það var í febrúarbyrjun 1946 — voru
miklar frosthörkur á Norðurlöndum, og dönsku sundin höfðu
fyllzt af ís og krapi. Og skömmu áður en lestin kom til Hels-
ingjaborgar, gekk lestarvörðurinn vagn úr vagni, barði bylm-
ings vakningarhögg á hverjar einustu svefnklefadyr og bað
farþegana að klæðast, því að svefnvagnarnir yrðu ekki ferj-
aðir yfir sundið, jámbrautarferjan væri beingödduð á höfn-
inni og gæti sig hvergi hrært, en farþegarnir mundu verða
fluttir yfir á ísbrjót. Sumir bölvuðu og kváðust heimta þau
þægindi, sem þeir hefðu borgað fyrir, aðrir dæstu eða stundu,
og sumir vildu snúa við. Það var eins og hálf veröldin hefði
gengið úr liði við þessa stórkostlegu frétt, sem dró þann dilk
á eftir sér, að fólkið varð að fara á fætur nokkm fyrr en
það hafði ætlað sér og átti að ganga út á skip og af því, í
staðinn fyrir að láta aka sér.
1 auðum sjó er 12—15 mínútna sigling yfir Eyrarsund,
milli Helsingjaborgar og Helsingjaeyrar. En nú var helluís
við bæði lönd og krap undir, sem stóð í botni, svo að