Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 148
142
Skúli Skúlason
Skimir
„Mjölni“ — svo hét ísbrjóturinn — sóttist seint ferðin. Hann
varð að höggva sig gegnum ísinn, renna sér langar leiðir
aftur á bak og bruna svo á skörina, og tókst þá að brjóta
nokkra metra í hverri atrennu. Hann var kringum tvo tíma
að stanga sig áfram yfir sundið og komst um síðir upp að
ytri hafnargarðshausnum í Helsingjaeyri.
Ég var að heita mátti farangurslaus og hafði komizt í að
hjálpa ungum manni með farangur hans út á skipið í Hels-
ingjaborg, og varð það til þess, að við tókum tal saman á
leiðinni. Þetta var Skoti og hét, að mig minnir, MacLennan,
hár maður og hressilegur og íþróttalega vaxinn. En það var
líkast og honum hefði fallizt hugur við að lenda i þessu
smávægilega ísæfintýri. Honum virtist nauðsyn á að kom-
ast með Englandsfarinu frá Esbjerg til Parkeston á ákveðn-
um tíma og hað mig um að hjálpa sér að finna fyrstu lest
beint til Esbjerg, er við kæmum í land. Ég sagði honum,
að hann mundi fara með sömu lest og ég, til Kaupmanna-
hafnar, því að um þá borg lægi leiðin til Esbjerg.
— Kaupmannahöfn, nei, ég fer ekki til Kaupmannahafn-
ar, þangað á ég ekkert erindi. Ég verð að komast beint til
Esbjerg. Hvar er Kaupmannahöfn? Og hann nefndi nafnið
einsog hann hefði aldrei heyrt það fyrr. Ég reyndi að gera
honum skiljanlegt, að hann kæmist ekki til Esbjerg með
öðru móti en að fara um Kaupmannahöfn, og fór að fræða
hann um þá borg, sagði honum, að það væri höfuðborg og
stærsta borg Danmerkur, og að þar væri kóngurinn. Ekki
veit ég, hvort hann trúði mér eða ekki, hann hafði haldið
sjálfur, að Esbjerg væri eini bærinn í Danmörku, sem nokkru
máli skipti.
Mér þótti þetta skrýtið, því að Skotar eru taldir vel mennt-
aðir menn og engin óraleið milli Skotlands og Danmerkur.
Og nú fór ég að reyna að kynnast þessum manni og hugar-
heimi hans betur. Það kom upp úr kafinu, að hann var að
koma norðan úr Finnmörk og var vísindamaður. Hvers kon-
ar vísindi hann lagði fyrir sig þar, fékk ég aldrei að vita.
En hann hafði farið víða um heim, var mikill ferðalangur,
þó að harrn væri hins vegar jafnlítill ferðamaður.