Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 149
Skírnir
Þegar út af ber
143
Ég minntist á, að mér þætti hann hafa nokkuð mikinn
farangur, og spurði, hvort þetta væru vísindatæki. — Nei,
það stóð svoleiðis á farangrinum, að hann hafði ætlað sér
að verða sex vikur í Finnmörk, en þær urðu ekki nema þrjár.
Og sumt af nestinu, sem hann hafði haft með sér, hafði hann
aldrei notað, t. d. niðursoðinn fisk og þurrmjólk, því að hann
fékk bæði fisk og mjólk norður þar. — Svo að það er aðal-
lega matur, sem er í þessum pokum, sagði hann og benti á
tvo stóru boldangspokana, sem ég hafði hjálpað honum með
að koma á skipsfjöl. -— Ég kunni ekki við að fleygja matn-
um, bætti hann við. Hitt hafði honum ekki hugkvæmzt að
gefa matinn eða þá að koma honum í peninga.
Það er löng leið frá hafnarhausnum í Helsingjaeyri og
upp að tollskoðuninni, en þegar við vorum komnir upp á
hafnargarðinn með hafurtaskið, settist MacLennan á annan
pokann sinn. Ég sagði honum, að við yrðum að hafa hrað-
an á, ef við ættum að ná lestinni, en hann sagðist verða að
bíða, þangað til hurðarmaður kæmi. Ég taldi það óráð og
sagði honum, að hann mundi verða beingaddaður á pok-
anum sínum löngu áður en nokkur burðarmaður kæmi þarna
út á garðhausinn, svo að það varð úr, að við drösluðum pok-
unum hans í tollskoðunina, og það sá ég síðast til MacLen-
nans, að hann fór inn í rétta lest, en ég gætti þess vel að
fara ekki í sama vagninn, því að mig langaði ekkert til að
hjálpa honum, þegar til Hafnar kæmi, þó að það væri kann-
ske gustuk og mér væri frá fornu fari vel til Skota. Mann-
greyið var fáráðlingur í ferðamennsku og óráðþægur rnn
leið, svo að ég var orðinn leiður á honum. En ég man hann
betur en flesta, sem ég hef rekizt á í ferð, því að hann var
svoddan skrautútgáfa af þeirri manntegund, sem ferSast
blindandi.
Tæknin í veröldinni er orðin þannig, að það er hægt að
ferðast blindandi undir venjulegum kringumstæðnm. Ferða-
mannaskrifstofurnar hafa þjónustusömum öndum á að skipa,
burðarmennirnir við skip, járnbrautir og flughafnir taka við
farangri ferðalangsins og útvega honum bifreið, hann þarf
ekkert að gera nema að bæra varirnar og nefna nafnið á