Skírnir - 01.01.1949, Síða 151
Skírnir
Þegar út af ber —
145
er fyrir þá, og kannske með tímanum létt störfunum eða
stytt vinnutímann hjá þeim hundruðum milljóna, sem
standa við flutningabandið í verksmiðjunum sem „sjálfvirk-
ir menn“.
---------Þegar ég minnist MacLennans, dettur mér allt-
af í hug annar Skoti. Það var Clydesdale-jálkur, sem ég sá
í Leith í fyrsta skipti, sem ég kom til útlanda. Hann þramm-
aði þarna með kerru í eftirdragi niður steinlagða götuna,
taktviss eins og pendúll í klukku, klamm — klamm — klamm
— klamm sungu skeifurnar á stærstu lirosshófunum, sem ég
hafði séð, við grjótið. Hann fór ekki nema þetta sama blá-
fetið, sem hann mun hafa farið í mörg ár. En samt datt
hann nú. Mér fannst ekkert við því að segja, en hitt þótti
mér skrýtnara, að hann stóð ekki upp aftur. Hann hreyfði
sig ekki, og ég fór að halda, að hann hefði orðið bráðkvadd-
ur. En svo var ég fræddur á því, að þessir hestar gætu ekki
staðið upp sjálfir, ef þeir dyttu á götunni. Það varð að sækja
trönur og talíur til að hjálpa þeim á fætur. Allt þeirra upp-
eldi langt fram í ættir hafði miðað að því að ganga fetið
og draga þungt hlass upp bratta brekku, en þeir gátu ekki
staðið upp á grjótharðri götunni, ef þeir duttu. Þegar útaf
bar, var hafnkvíarhesturinn engu betur staddur en MacLen-
nan minn. Hann var eins og vagn, sem fer af sporinu.
Síðan ég sá hafnkvíarhestinn í Leith detta — og ég hef
síðan séð marga borgarbúa úr hestaríkinu gera það sama á
malbikinu — hef ég borið enn meiri virðingu fyrir hest-
unum okkar en áður. Ég hef hugsað um, hve fljótur Clydes-
dalehesturinn mundi vera að hálsbrotna, ef honum væri
hleypt á sprett austur á Mosfellsheiði, og hvernig mundi
fara fyrir góðum veðhlaupahesti, ef maður þyrfti að nota
hann til að fara fyrir truntu, sem rekst illa í Svínahrauni.
Þegar að er gáð, er hesturinn sú lífvera, sem lengst hefur
komizt í íþróttum á Islandi, og hann er ekki einhæfur í þeirri
list, hann er tugþrautarkappi á íþróttamáli. Jafnvel góðhest-
ar hafa verið níddir undir böggum og í drætti, en samt bregzt
þeim ekki bogalistin, þó að þeim sé hleypt út í ófærur, sem
öðrum hestakynjum væri ótvírætt banatilræði. Þeir vaða