Skírnir - 01.01.1949, Page 152
146
Skúli Skúlason
Skímir
og synda grýtt og ströng vötn, þeir brjótast áfram í fann-
fergi, þeir stikla yfir fúamýrar og apalhraun. Þeir fara á
spretti yfir urð og eggjagrjót án þess að skrika fótur, og
göngulagið er fegurra en nokkur dans, og fæturnir eins og
fingur á píanósnillingi, sem aldrei tekur skakka nótu. Þeir
inna af hendi listaverk í hverju spori.
Umhverfið hefur mótað hestinn, kynslóð eftir kynslóð. En
sama umhverfið hefur mótað manninn. í okkar landi hafa
þeir löngum verið förunautar og vinir. Og sannast að segja
hefur maðurinn getað lært meira af hestinum en hestur-
inn af manninum. — Nú er þessi félagskapur að rofna.
Meiri hluti þjóðarinnar er orðinn borgarbúi og hættur að
koma á hestbak. Og bifreiðin þokar hestinum á burt af þjóð-
veginum. Það er að vísu gott, því að hesturinn á ekki heima
á púkkuðum akvegi — þar er hann eins og maður við renni-
band í verksmiðju og mundi glata fjölhæfninni og eðlisupp-
laginu, alveg eins og hesturinn í hafnkvíunum í Leith.
II.
Tæknilegu framfarirnar, sem orðið hafa í veröldinni síð-
astliðna öld og núlíðandi, hafa tvímælalaust skapað fjöldan-
um betri lífsskilyrði en áður voru og dregið úr líkamsstrit-
inu. Og þær hafa skapað þægindi, sem vert er að meta og
enginn vill vera án, sem á annað borð hefur öðlazt þau, en
sem vilja gleymast, þegar frá líður, því að fólki finnst þau
sjálfsögð. Hver vill missa talsímann sinn, rafljósin og út-
varpið? Og hve margir taka því með þögn og þolinmæði,
þegar krap sezt að stíflunni í orkuverinu og straumurinn
hverfur, svo að leita verður uppi þríkveikjuna á háaloftinu
og olíulampann, sem þó þóttu mestu furðuverk framfaranna
fyrir tveimur mannsöldrum? Nú kunna unglingarnir í bæj-
unum ekki að kveikja á olíulampa.
Engan langar til að hverfa aftur til fortíðarinnar frá þæg-
indum nútímans. Og lögmál samkeppninnar veldur því, að
enginn getur stundað almennar atvinnugreinar sér til lífs-
framfæris, nema hann noti tækni nútímans. Orfið getur ekki