Skírnir - 01.01.1949, Page 153
Skírnir
Þegar út af ber —
147
keppt við sláttuvélina, snældan ekki við spunavélina. Véla-
menningin er ómissandi öllum þeim, sem taka þátt í alþjóða-
samskiptum — aðeins afskekktar frumþjóðir geta án henn-
ar verið.
En böggull fylgir hverju skammrifi. Einhæfni vinnu-
bragðanna hefur að förunaut einhæfni í þjálfun sálar og
líkama, sem gerir einstaklinginn með tíð og tíma allsendis
óhæfan til að vinna nokkurt verk annað en þetta eina, sem
orðið hefur lífsstarf hans. Og hún veldur stundum beinlínis
sjúkdómum á líkamanum og þrengir hugarheim mannsins,
nema því aðeins að hann hafi sérstök ráð til þess að geta
„breytt um samband" og slitið hugann frá starfinu á hverj-
um degi, þegar vinnutíminn er á enda. Fyrst og fremst eru
það einhæf skrifstofustörf í stórum fyrirtækjum með ítar-
legri verkaskiptingu, sem hér koma til greina, og svo verk-
smiðjuiðnaðurinn. Um sjávarútveg og þó einkum landbúnað
er öðru máli að gegna, því að þar er við sjálf náttúruöflin
að eiga, og þau hafa ekki tekið upp hinn reglubundna gang
vélarinnar, en hafa jafnan nóg af tilbrigðum til að glíma við.
---------Erlendis, þar sem vélaöldin hófst fyrr en hér,
neyta menn ýmissa hragða til þess að bæta fólki upp það,
sem það fer á mis við vegna einhæfni í lífsstarfinu. Áherzla
er lögð á að fræða almenning, skólarnir eru lengdir og náms-
skeið haldin fyrir þá, sem ekki ganga í skóla. Allir, sem eru
með fullu viti, fá ákveðna undirstöðumenntun, nasasjón af
því, hvernig veröldin líti út og hvað hafi gerzt í henni, síð-
an menn fóru að rita sögu — og enda áður —, margir læra
erlenda tungu til þess að geta lesið fleiri bækur en þær, sem
til eru á móðurmálinu, og gert sig skiljanlega útlendingum.
Unglingar nútímans vita því talsvert meira um heiminn en
afar þeirra og ömmur gerðu að jafnaði. En skólinn veitir ekki
jafnmikið af þeim hyggindum, sem í hag koma, eins og
unglingar fengu fyrr á dögum, og gerir manninn ekki færari
um að bjarga sér, þegar út af ber. Skólinn gefur reglur, en
kemst ekki yfir að fræða um undantekningarnar, og þess
vegna verður að jafnaði óbrúað djúp milli hans og lífsins
sjálfs.