Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 154
148
Skúli Skúlason
Skírnir
Og skólamenntunin er fyrst og fremst fræðilegs eðlis, en
ekki verklegs. Að vísu er telpum kennd matreiðsla og sauma-
skapur, þar sem tök eru á því, og drengirnir hefla og saga
spýtur og búa til úr þeim einfalda hluti. En hér á landi er
ekki til einn einasti skóli fyrir algengustu vinnubrögð þjóð-
arinnar, hvorki á sjó eða landi. Unglingarnir, sem eiga að
hera uppi aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, eiga það alveg undir
bóndanum eða skipstjóranum, sem þeir alast upp hjá, hvort
þeir læra verkið vel eða illa.
Oft hefur verið talað um, að íslendingar ættu að taka upp
þegnskylduvinnu, sérstaklega með tilliti til þess, að engin
herskylda er í landinu. En þetta hefur jafnan verið kveðið
niður, meira að segja með þeim rökum, að fyrirtækið yrði
baggi á ríkissjóði. Það má að vísu haga vinnunni svo vit-
leysislega, að eftirtekjan yrði engin, en þó gengur mörgum
illa að skilja, að ekki væri hægt að kenna unglingum t. d.
jarðabætur, vegagerð og húsbyggingar þannig, að verkið
kæmi að gagni.
En að öðru leyti er það undir kennurunum komið, hve
mikið gagn er að skólunum. En það er eitthvað bogið við
skólanám tíu ára barns í Reykjavík, sem hvorki þekkir á
klukkuna né Akrafjall, jafnvel þó að það viti, að jörðin er
hnöttur og hvað stærstu ámar í Kina heita. Og eins fannst
mér skrýtið að sjá einu sinni, að piltur, sem verið hafði heil-
an vetur á búnaðarskóla, kunni ekki að beizla hest. Ennis-
ólin var alltaf fyrir.
--------Við lifum á öld íþróttanna, og margir halda þvi
fram, að þær séu bezta hjálpræði unga fólksins núna á bíla-
öldinni, því að annars mundu lappirnar á kynslóðinni visna
af brúkunarleysi. Það er óvefengjanlegt, að íþróttirnar hjálpa
fjölda manna til að varðveita líkamlega heilbrigði sína og gera
þá að betri og nýtari mönnum. Þess vegna ber víst öllum
saman um, að engin þjóð, sízt sú, sem á meirihluta íbúa
sinna í bæjum og borgum, geti án íþrótta verið. En því mið-
ur vaxa út ýmis æxli á þessari hreyfingu, sem ástæða er
til að vara við.
Það ber fyrst og fremst að nefna einhæfnina, — þó að