Skírnir - 01.01.1949, Page 155
Skírnir
Þegar út af ber
149
undarlegt megi virðast, þar sem einmitt íþróttirnar eru til
þess ætlaðar að vinna á móti einhæfninni. Iþróttamennirnir
einskorða sig um of við eina íþrótt. Einn er spretthlaupari,
annar kastar spjóti, þriðji er þolhlaupari og fjórði stekkur
langt. Jafnvel þó að þessir kappar iðki leikfimi samhliða sér-
greinunum, þá verður þjálfunin einhliða, og þess vegna eru
fimmtarþrautin og tugþrautin þess verðar að fá meira rúm
innan íþróttanna en verið hefur. Leikfimi og sund eru und-
irstöðuíþróttir — og svo er það líka íþrótt að kunna að
ganga, — fyrsta íþróttin, sem mannsbarnið lærir. Iþrótta-
maður, sem gengur þjösnalega eða álappalega, ætti ekki að
fá að taka þátt í neinni samkeppni.
Nú hafa örlögin hagað því þannig, að klukkan og mæli-
bandið er mælikvarði á afrekin hjá einstaklingum, og marka-
fjöldinn á hópana. Fimleikahópsýningarnar einar eru und-
anþegnar þessu, því að þar er dæmt frá fegurðarinnar sjón-
armiði fyrst og fremst. 1 rauninni eru klukkan og mæli-
bandið algerlega ófullnægjandi við dómsúrskurðinn og valda
því, að flýtirinn einn og orkan ræður úrslitum, en enginn
munur gerður á því, hvað fallegt er eða ljótt, nema svo
mikið beri á því Ijóta, að menn dæmist úr leik.
Iþróttin er orðin vélræn. íþróttamaðurinn er taminn eins
og cirkusdýr, og ein steinvala á hlaupabrautinni getur ráðið
úrslitum. Keppnin á enga samleið með daglega lífinu, allt
er einbeiting, en hugkvæmnin á engan rétt á sér. Víðavangs-
hlaupið á meiri rétt á sér en brautarhlaupið, vegna þess að
það er ekki eins vélrænt. Knattspyrnan hefur það til síns
ágætis, að þar þurfa menn að hugsa. Og glíman og skylm-
ingarnar eru háð sálarþroska ekki síður en líkamlegu atgervi.
Það er mikið úr því gert, að hin alþjóðlegu íþróttasamskipti
festi vináttuhönd milli þjóðanna. Ömótmælanlega eignast ein-
stakir íþróttamenn vini og kunningja á alþjóðamótunum, en
fyrir vináttu þjóða á milli er árangurinn mjög vafasamur
og oftar þykkja en vinátta. Jafnvel sjálfir Ölympíuleikirnir
eru tvíeggjað sverð í þessu tilliti, að maður ekki tali um
suma landsleikina í knattspymu, sem vekja lægstu hvatir
áhorfenda og keppenda.
10