Skírnir - 01.01.1949, Page 156
150
Skúli Skúlason
Skímir
Það fer nú að nálgast, að helmingur þjóðarinnar eigi
heima í Reykjavík, og höfuðstaðurinn er nú orðinn annar
en þegar kúahópurinn labbaði kviðfullur heim úr Vatnsmýr-
inni á kvöldin um aðalstræti bæjarins og borgararnir áttu í
málaferlum út af fjóshaugunum og hanar göluðu við hvert
hús, en húsfreyjumar fóru með þvottinn í Laugarnar og hús-
bændumir tóku mó. Engan langar í það ástand aftur, en
samt var það tilbreytingameira líf, sem bæjarbúar lifðu þá
frá morgni til kvölds, þó að engin væm kvikmyndahúsin,
engin dagblöð og sárfáar skemmtanir. Samt var Reykvíking-
urinn fyrir aldamótin meiri kunnáttumaður en í dag — hann
kunni kannske ekki eitt ákveðið verk eins vel og nú, en hann
kunni fleiri verk og hann hafði betra tóm til að hugsa en
sonarsonur hans hefur í dag. Hann var færari til að bjarga
sér — þegar út af ber.
Þeir, sem alast upp í sveit, fara vitanlega á mis við margt,
sem kaupstaðabörnin njóta, en þó er það tvímælalaust, að
bam, sem elst upp á sæmilega góðu sveitaheimili, á kost á
að læra meira og hugsa lengra en börnin í kaupstaðnum.
Þrátt fyrir allt er og verður náttúran sjálf bezti skólinn, og
daglegu störfin í sveitinni eru hvorki svo kerfisbundin né
fábreytileg, að þau gefi ekki jafnan tilefni til margvíslegra
umhugsana. Þess vegna er það líka, sem kapp er lagt á að
koma kaupstaðabörnum í sveit til sumardvalar, svo að þau
geti lært algengustu störf og fengið tilbreytingu. Það opnar
fyrir þeim nýjan heim og gefur þeim viðfangsefni til að
glíma við. En ekkert er barninu eins nauðsynlegt og að hafa
nóg af sem ólíkustum viðfangsefnum.
Nú ferðast íslendingar margfalt meira en þeir hafa gert
nokkurn tíma áður. En þeir em of margir, sem ferðast að-
eins til þess að breyta um útsýni, en fara á mis við ánægju
ferðalagsins sjálfs. Þeir ferðast til þess að komast á ákveð-
inn stað, en ekki vegna sjálfrar ferðarinnar -— setjast inn í
bifreið og sjá landið þjóta framhjá, koma á áfangastaðinn,
líta í kringum sig og segja, að þetta sé fallegt og þetta sé ljótt,
setja upp ólundarsvip, ef þeir fá ekki kræsingar á greiða-
sölustöðunmn -— þeir „breyta um loft en ekki lund“ og hafa