Skírnir - 01.01.1949, Side 157
Skírnir Þegar út af ber — 131
alla sína dynti og kenjar í farinu sínu. Það er eftirtebtar-
vert og margreynt, að fólk getur orðið eins og nýjar mann-
eskjur, undir eins og það er skilið við bifreiðina og hefur
tekið á sig bakpokann eða er setzt í hnakkinn. Þá fyrst er
sambandinu slitið við tæknimenninguna, en manneskjan
komin í þann heim, sem hún er sprottin úr og hún verður
að hafa kynni af, ef hún á að geta þrifizt. Oft hef ég séð
þumbara, sem aldrei stekkur bros í Austurstræti, og tepru-
drósir, skældar og skekktar af oftízku, hlæja og leika við
hvem sinn fingur og verða eins og manneskjur, þegar kom-
ið var ríðandi eða gangandi út í náttúmna, hvort heldur
hún er nú „guðs græn“ eða grýtt.
---------Hin kerfisbundna hnitmiðun, órjúfanleg stund-
vísi og ítarleg verkaskipting hafa verið yfirboðorð mann-
kynsins nú um nokkurt skeið, og íslendingar hafa lögtekið
þetta boðorð. Þjóðin, sem til skamms tíma átti við að búa
meira innra frjálsræði en flestar aðrar, er nú þannig á sig
komin, að hún rekst á fyrirmæli og reglur um hvað hún
megi gera og ekki gera, á nær hvaða sviði sem er. Við lifum
á eyðublaða-öld, við ófrjálsa verzlun og takmarkað atvinnu-
frelsi, og emm að smíða bása og flétta tjóðurbönd handa
einstaklingunum, svo að þeir sitji og standi þannig, að þeir
„fari ekki út úr“ áætluninni. Ég skal ekki segja nema ein-
hver efnalegur árangur verði að þessu, en hitt er jafnvíst,
að það hlýtur að heimska hvern sæmilega skynborinn mann
að neyðast til hætta að hugsa fyrir sig sjálfur, en verða að
lifa eftir eintómum fyrirmælum og stjómar- og nefndar-
boðum.
Og verkin sýna merkin. Þjóðverjar vora í minu ungdæmi
taldir þrautmenntaðasta þjóð álfunnar og standa fremst í
tækni og reglu. Svo þrautöguð var þessi sama þjóð, að hægt
var að siga henni eins og duglegum hundi út í tvær mestu
styrjaldir veraldarsögunnar. Slíkt er ekki hægt nema með
því að deyfa sjálfsvitund einstaklingsins, nema á burt ein-
staklingseðlið og búa til úr því hópsál. Saga Hitler-Jugend
sýnir, hvernig farið er að því.
Hraði aldarinnar veldur því, að menn hafa gleymt að
10*