Skírnir - 01.01.1949, Page 159
EIRÍKUR HREIIVN FINNBOGASON:
DAGBÓK GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR.
I.
Þeir eru ekki margir af yngri kynslóðinni á landi hér,
sem heyrt hafa skáldið og fræðimanninn Gísla Brynjúlfsson
nefndan, og jafnvel eldri kynslóðin veit lítil deili á honum
lengur fram yfir nafnið eitt. Færri renna þó grun í, að Gísli
var um eitt skeið í hópi vinsælustu skálda vorra, helzti læri-
sveinn Byrons og aðal-kynnir hans og fulltrúi í íslenzkum
bókmenntum. Það var á þeim árum, er Gísli kvað Grát
Jakobs yfir Bakel og Farald. Þau kvæði vöktu hrifningu og
urðu mjög vinsæl af almenningi. Indriði Einarsson segir um
kvæðið Jakobsgrát í grein um Gísla í Lesbók Morgunblaðs-
ins, II. árg. bls. 293: „Karlmennirnir sungu það í samkvæm-
um, og stúlkumar sungu kvæðið yfir hannyrðum sínum og
kunnu það frá upphafi til enda, eða svo var í Skagafirði,
er ég þekkti til . .. Þegar Skagfirðingar kusu hann [þ. e.
Gísla] á þing 1859, má telja víst, að kvæðið hafi veitt hon-
mn drjúgast lið til að verða kosinn.“
En frægð Gísla Brynjúlfssonar varð skammæ. Síðustu ævi-
ár sín var hann horfinn í skugga yngri skálda. Og er ljóða-
bók hans kom út 1891, seldist hún ekki, þrátt fyrir lofsam-
lega dóma þeirra Einars Benediktssonar (í Dagskrá 1896,
bls. 30), Ólafs Davíðssonar (í Sunnanfara 1892, bls. 7—9)
o. fl. Hefur hún verið fáanleg í bókabúðum til skamms tíma.
Mörg kvæðin vom iítt við alþýðuhæfi, fomleg og torskilin
á köflum. En lífsleiða- (Weltschmerz-) kvæðin í anda Byrons
urðu hér yfirleitt skammlíf. Helzti fulltrúi þess anda hér
á landi annar en Gísli, lærisveinn hans Kristján Jónsson, er
nú mjög tekinn að gleymast, þótt dáður væri mjög um skeið.