Skírnir - 01.01.1949, Page 160
Skímir
154 Eiríkur Hreinn Finnbogason
Eitthvað líkt mun mega segja um mörg verk Byrons sjálfs
í heimalandinu.
En þó að kvæði Gísla séu gleymd og hann sjálfur gleymd-
ur um hríð, er ekki víst, að svo hljóti endilega að verða um
aldur og ævi. Kvæði Benedikts Gröndals eru einnig gleymd
að mestu, en þó þekkir alþýða manna hann hetur nú en
flest önnur skáld 19. aldar, og áhrif hans ætla að verða rík
í bókmenntunum. Það eigum við að þakka Dægradvöl og
Heljarslóðarorustu. Sú bók, sem mig grunar, að leiða muni
Gísla Brynjúlfsson fram í dagsljósið að nýju, hefur ekki enn
birzt á prenti, þó að liðin séu liðlega 60 ár frá andláti höf-
undar og rúm 100 ár frá því hún var rituð. Allan þann
tíma hefur hún legið óhreyfð, fyrst hjá höfundi sjálfum og
síðan á Konungsbókhlöðu í Höfn (Ny kgl. sml. 3262, 4to),
og fáir um hana vitað, en færri lesið.
Þetta er dagbók, sem Gísli ritaði úti í Kaupmannahöfn
tvítugur að aldri. Hún nær yfir árið 1848, en um það leyti
má segja, að Gísli hafi staðið í blóma lífsins. Það ár hóf hann
útgáfu Norðurfara ásamt Jóni Þórðarsyni Thoroddsen og
orti tvö frægustu ljóð sín, Jakobsgrát og Farald, innblásin
af áhrifum frá Byron og frelsishreyfingum Evrópu. En Gísli
entist illa, lenti í pólitísku vafstri, sem gerði hann óvinsæl-
an meðal landa sinna í Höfn, einangraðist af þeim sökum
og varð með tímanum sérvitur og nokkuð bitur. Og ekkert
af síðari verkum hans er þrungið þeim eldmóði, sem ein-
kenndi það, er hann ritaði um tvítugt.
Dægradvöl Benedikts Gröndals og dagbók Gísla Brynjúlfs-
sonar eru ekki líkar bækur. En þær eiga sammerkt í einu.
Þær eru báðar nákvæmar spegilmyndir höfunda sinna og
því jafn-ólíkar og höfundarnir sjálfir voru ólíkir. Eftir að
hafa lesið sjálfsævisögu Gröndals, þekkjum við hann betur
en flesta aðra, er sjálfsævisögur hafa ritað. Ekki þurfum við
heldur að spyrja margs um Gísla Brynjúlfsson að loknum
lestri dagbókarinnar.
„ ... Þessar salkonur! Mér er við ekkert eins illa og þær
og stjórn Metternichs ... “, skrifar hann um líkt leyti og rót
er að komast á stjómmálin í Evrópu. Málsgreinin er valin