Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 161
Skímír
Dagbók Gísla Brynjúlfssonar
155
af handahófi til þess að sýna, hve bókin lýsir höfundi vel.
Hann hafði áður verið að tala um salkonurnar, en fyrst hann
fór að minnast einhvers, sem honum var illa við, hlaut stjórn
Mettemichs að fljóta með. En af athugasemdum eins og
þessari úir og grúir í bókinni, og einmitt af þeim kynnumst
við höfundinum bezt, því að það er eins og hann standi fyr-
ir framan okkur í hvert sinn, er við lesum þær.
Eitt aðaleinkenni dagbókarinnar er einlægnin. Gísli skrif-
ar um hvað eina, eins og honum finnst, hvort heldur það
snertir sjálfan hann eða aðra. Bæði kostir hans og gallar
koma vel í ljós. En lesandinn verður hugfanginn af hvoru
tveggja, af því að hann skilur svo vel þann, sem pennanum
stjórnar. Stundum er Gísli svo rómantískur og óraunsær, að
menn mótaðir á tuttugustu öld hljóta að brosa. En svo verð-
ur hann allt í einu raunsær sem vísindamaður. Andstæðurn-
ar rísa hver gegn annarri, skemmtilegar til athugunar þeim,
sem stendur álengdar, en þeim mun óþægilegri persónunni,
sem undir slíku oki varð að rísa. Og svo, er maður athugar
líf og örlög Gísla, blasa við þessar sömu andstæður. Saga hans
varð harmsaga, og ekki auðskilið, að slíkt skyldi þurfa að
vera um svo gjörvilegan mann. En það kemur þeim varla á
óvart, sem kynnzt hafa dagbókinni. Hann var ekki nógu
raunsær, lét stjórnast um of af stundar-kenndum og var
of ríkur af andstæðum til þess að verða gæfumaður.
Daghókin er nákvæm, svo nákvæm, að Gísli gleymir aldrei
að taka fram, hvenær hann hafi risið úr rekkju þann dag-
inn, klukkan hvað hann hafi matazt, hvað hann hafi lesið
ásamt skemmtilegum hugleiðingum um það, hvert hann hafi
farið, hverja hann hafi hitt og oft, hvað þeim hafi farið á
milli. Engin fjarlægð hefur náð að sverfa burtu smáatvikin, því
að allt er fært í letur fáum klukkustundum eftir að það gerð-
ist. En þessi nákvæmni og nálægð verður þó ekki þreytandi,
heldur stuðlar að því að gera dagbókina heillandi lestur.
Hún veldur því, að dagurinn stendur ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum lesandans. Það er eins og hann hafi gengið með
Gísla um daginn, setið með honum ásamt fleiri íslendingum
á Mjóna, farið með honum að hitta Jón Sigurðsson eða Kon-