Skírnir - 01.01.1949, Side 162
156
Eiríkur Hreinn Finnbogason
Skímir
ráð og rætt svo með honum um einstakt og almennt við Eirík
Garðprófast heima á Regensi að loknu amstri dagsins.
Hér er því að finna góða heimild um lífið og persónumar
í fslendinganýlendunni í Kaupmannahöfn á því herrans ári
1848. Hér hittum við Bensa, Jón Þórðarson, Grím, Brynjólf
Pétursson, að ógleymdum Repp, sem er einkar skemmtilegur.
Nokkuð eru fslendingarnir þaulsætnir á Mjóna, og ekki virð-
ist starfið risavaxið hjá öllum suma daga, en því meira ræða
þeir saman og þá einkum um hókmenntir og stjórnmál.
Andar þá ekki alltaf sem hlýjustu í garð Dana, a. m. k. ekki
frá Gísla eða Repp. Og of dansklundaður finnst Gísla Grím-
ur vera í þann hóp og harmar það mjög um svo gáfaðan
mann og góðan vin.
Hér verður ekki unnt að gefa neina allsherjar-lýsingu á
dagbókinni, enda yrði það ekkert áhlaupaverk, því að þar
kennir margra grasa. í stað þess birti ég hér nokkur sýnis-
horn, ef þau gætu orðið til þess að gefa agnarlitla hugmynd
um verkið.
n.
Gísla verður að sjálfsögðu tíðhugsað um skáldskap og bók-
menntir. Hann ætlar sér að verða skáld, og lestrarfýsnin er
geysimikil. Hér á eftir fer skarpleg athugasemd Gísla um
fornyrðislag. Kristján 8. er nýlátinn. Að hans tilhlutun varð
Alþingi endurreist, og var hann vinsæll af íslendingum.
Gísli telur hann bezta konung Dana af Aldinborgarætt ann-
an en Kristján 2. Hann er nú að yrkja eftirmæli eftir kon-
ung, Kristjánsmál, en það er langt kvæði undir fornyrðis-
lagi og ljóðahætti. Mannfjöldinn, sem nefndur er, hefur safn-
azt saman í tilefni af láti konungs, en hann dó 21. janúar.
„Á fætur kl. 10y2. Hjaltalín kom og tafði mig frá að fara
á fyrirlestra. Heimsótt frú Holstein Rathlau kammerherra-
ekkja. Farið upp á Kristjánsborgarsvæði; þar var kominn
saman fjöldi manna, en enginn vissi, hvað hann vildi, og
gat ég ei verið að standa þar lengi og fór því burt og sagði
við sjálfan mig: