Skírnir - 01.01.1949, Page 163
Skímir
Dagbók Gísla Brynjúlfssonar
157
Aftur vil eg hverfa,
sem ég áður var,
heim í hlýja stofu;
hjali heimskur skríll
um hölda frelsi
lengi munnherpum meður.
Þá fór ég að borða kl. 4, — heim kl. 5. Las útleggingu
Gröndahls af Musteri mannorðsins eftir Pópa. Fór til M.
Meza, las frakknesku (ei í Télémaque) og íslenzku. Heim
kl. 10 og fór að yrkja „Málin mín“. Ég hef verið að yrkja
þau af og til í dag og er nú búinn með 20 erindi, en það
er ei gott; ég get ei kveðið undir fornyrðalagi, og álít ég það
líka hinn mesta vanda, því það þarf svoddan ógnarlegt hugs-
anaafl til þess, að sá háttur verði ei að sundurlausri ræðu
og missi skáldskapartign sína. Og þegar ég nú ber það, sem
nú er ort með þeim hætti á íslenzku, [saman] við hið eldra,
þá hlöskrar mér munurinn, jafnvel ei Jónas hefur getað full-
nægt honum nema í útleggingum, því hann vantar hugs-
unarfyllinguna. Bjarni er sá einasti af enum nýjari, sem
hefur kunnað að brúka hann og þó varla nema í Odds-
kvæðinu og Jónskvæðinu og nokknnn öðrum. Hann er ei
að draga út sömu hugsan í mörg vísuorð, sem ætíð er lúa-
legt, en hugsanirnar hrjótast svo inn á hann, að hann á
bágt með að koma þeim fyrir, en það er einmitt slíka hug-
arfyllingu, sem þarf til þessa háttar. Jón Þorláksson og
Gröndahl hafa líka kunnað að fara með þenna hátt. Þeir
hafa kunnað svo vel málið, og þó þeir oft hafi dönskuslettur,
þá er þó svoddan innri orðgnótt og eilíf uppspretta hjá þeim,
sem er langtum betri en hinn visni „púrismus", sem nú
drepur fyrir svo mörgum hinn sanna, lifandi anda málsins,
og skömm er að gjöra lítið úr þeim og kalla þá andalausa
í skáldskap. Þeir eru Pópar Islands, og allir nýjari ættu að
taka sér þá til fyrirmyndar. Ég fyrir mitt leyti vildi, að ég
hefði hugsað svona fyrr, því vera má, að ég þá væri betur
inni í anda málsins en ég nú er.
Góðar nætur kl. 2.“ (25. janúar.)
Gísli lýkur við Kristjánsmál næsta dag. Þá liggur fyrir